Íslenski boltinn

Óttast að Katrín landsliðsfyrirliði sé með slitið liðband

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Katrín Jónsdóttir lyftir bikarnum á annarri löppinni í gær.
Katrín Jónsdóttir lyftir bikarnum á annarri löppinni í gær. Mynd/Daníel
Katrín Jónsdóttir, fyrirliði nýrkrýndra bikarmeistara Vals og íslenska landsliðsins, mun hugsanlega ekki spila fleiri leiki á tímabilinu og missa þar af leiðandi af landsleiknum mikilvæga á móti Frökkum á laugardaginn.

Valsmenn óttast að Katrín sé með slitið liðband í ökkla en hún meiddist illa í fyrri hálfleik á bikarúrslitaleiknum í gær. Katrín spilaði í hálftíma eftir hún meiddist en var augljóslega sárþjáð.

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari, valdi Katrínu í dag í landsliðshópinn fyrir leiki á móti Frökkum og Eistum en það kemur ekki ljós fyrr en seinna í dag hversu alvarleg meiðslin eru þegar Katrín fer í myndatöku.

Katrín hefur leikið hundrað landsleiki og séu meiðslin eins slæm og óttast er gæti svo farið að hún spilaði ekki fleiri leiki fyrir íslenska landsliðið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×