Golf

Margfaldir meistarar ekki með á Kiðjabergsvelli

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Björgvin Sigurbergsson úr GK.
Björgvin Sigurbergsson úr GK. Mynd/Daníel
Björgvin Sigurbergsson úr GK og Ragnhildur Sigurðardóttir úr GR sem bæði eru fjórfaldir Íslandsmeistarar í höggleik verða ekki með í Íslandsmótinu í höggleik sem hefst á Kiðjabergsvelli á fimmtudag. Þetta kemur fram á kylfingur.is.

„Ég ákvað að gefa SiggaPalla (Sigurpáll Geir Sveinsson) séns á að jafna mig í Íslandsmeistaratitlinum og ef hann nær því þá er það kannski hvatning til að taka aftur þátt," sagði Björgvin léttur í lund í viðtali við Kylfing.is en hann og Sigurpáll starfa saman sem þjálfarar hjá Keili. Björgvin segist ekki hafa löngun til að taka þátt í mótinu.

Ragnhildur hefur tekið sér ársfrí frá golfi en hún hefur ekki tekið þátt í móti á Eimskipsmótaröðinni í sumar og telur ólíklegt að hún verði nokkuð með í ár samkvæmt viðtali við Kylfing.is.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×