Massa: Skoða þarf reglur um öryggisbíl 1. júlí 2010 11:05 Öryggisbíllinn leiðir Sebastian Vettel og Lewis Hamilton eftir brautinni í Valencia á Spáni. Mynd: Getty Images Brasillíumaðurinn Felipe Massa hjá Ferrari var einn af þeim sem tapaði á útkomu öryggisbílsins í síðustu keppni, sem Fernando Alonso var sérlega ósáttur við, liðsfélagi hans. Hann telur að FIA verði að skoða reglur varðandi notkun hans. "Ég vil ekkert fara sérstaklega yfir það sem gerðist, því það breytir engu og það sem við vorum að gera var eyðilagt. En það þarf að skoða hvað gerðist, þar sem að þegar einhver brýtur af sér og fer framúr öryggisbílnum þegar það er hættuástand og fær í reynd ekki tilheyrandi refsingu", sagði Massa um atvikið þegar Lewis Hamilton fór framúr öryggisbílnum í síðustu keppni og hélt samt sem áður öðru sætinu, þrátt fyrir refsingu. Massa ræddi þetta á vefsíðu Ferrari, samkvæmt frétt á autosport.com. "Við verðum að ræða þessi mál og gæta þess að þetta gerist ekki aftur. Mér hefur verið sagt af liðinu að það verði fundað um málið í næstu viku og það er gott að FIA er að huga að málinu." Massa telur að Ferrari hafi vaxið ásmeginn hvað gæði keppnisbílsins varðar. "Ef við skoðum hvernig bíllinn var í síðustu keppni, þá get ég með sanni sagt að yfirbyggingin og endurbætt útblásturskerfið er framför og við getum barist um fremstu sætin. Hér eftir þurfum við að pressa framþróunina áfram og til loka mótsins", sagði Massa. Mest lesið Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Enski boltinn „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ Körfubolti Breska frjálsíþróttasambandið ákært fyrir manndráp Sport Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Æfur yfir sniðgöngunni: „Að mínu mati er þetta skandall“ Sport Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Enski boltinn Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Handbolti Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Handbolti Lið Jóhanns Berg kært til FIFA Fótbolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
Brasillíumaðurinn Felipe Massa hjá Ferrari var einn af þeim sem tapaði á útkomu öryggisbílsins í síðustu keppni, sem Fernando Alonso var sérlega ósáttur við, liðsfélagi hans. Hann telur að FIA verði að skoða reglur varðandi notkun hans. "Ég vil ekkert fara sérstaklega yfir það sem gerðist, því það breytir engu og það sem við vorum að gera var eyðilagt. En það þarf að skoða hvað gerðist, þar sem að þegar einhver brýtur af sér og fer framúr öryggisbílnum þegar það er hættuástand og fær í reynd ekki tilheyrandi refsingu", sagði Massa um atvikið þegar Lewis Hamilton fór framúr öryggisbílnum í síðustu keppni og hélt samt sem áður öðru sætinu, þrátt fyrir refsingu. Massa ræddi þetta á vefsíðu Ferrari, samkvæmt frétt á autosport.com. "Við verðum að ræða þessi mál og gæta þess að þetta gerist ekki aftur. Mér hefur verið sagt af liðinu að það verði fundað um málið í næstu viku og það er gott að FIA er að huga að málinu." Massa telur að Ferrari hafi vaxið ásmeginn hvað gæði keppnisbílsins varðar. "Ef við skoðum hvernig bíllinn var í síðustu keppni, þá get ég með sanni sagt að yfirbyggingin og endurbætt útblásturskerfið er framför og við getum barist um fremstu sætin. Hér eftir þurfum við að pressa framþróunina áfram og til loka mótsins", sagði Massa.
Mest lesið Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Enski boltinn „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ Körfubolti Breska frjálsíþróttasambandið ákært fyrir manndráp Sport Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Æfur yfir sniðgöngunni: „Að mínu mati er þetta skandall“ Sport Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Enski boltinn Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Handbolti Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Handbolti Lið Jóhanns Berg kært til FIFA Fótbolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira