Handbolti

Akureyringar fóru illa með FH-inga í seinni hálfleik

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Heimir Örn Árnason fara brosandi heim til Akureyrar
Heimir Örn Árnason fara brosandi heim til Akureyrar Mynd/Stefán
Akureyri hélt sigurgöngu sinni áfram í N1 deild karla með því að vinna átta marka stórsigur á FH, 33-25 í Kaplakrikanum í dag. Eftir að hafa verið jafnt í fyrri hálfleik settu Akureyringar í fimmta gír í seinni hálfleik og náðu góðu forskoti sem þeir slepptu aldrei.

Akureyri er þar með búið að vinna alla níu deild- og bikarleiki sína á tímabilinu og er með tveggja stiga forskot á HK á toppi deildarinnar.

Sveinbjörn Pétursson átti ótrúlegan leik í marki Akureyris en hann varði 27 skot og Bjarni Fritzson var atkvæðamestur með 9 mörk. Ólafur A. Guðmundsson og Ólafur Gústafsson voru með 7 mörk hver fyrir FH.

FH var með frumkvæðið framan af leik og meðal annars tveimur mörkum yfir, 8-6 þegar fyrri hálfleikurinn var hálfnaður. Akureyri náði að jafna í 11-11 og var síðan 15-13 yfir í hálfleik.

Akureyringar fóru síðan illa með FH-liðið í seinni hálfleik, komust í 18-14, 21-16 og náðu mest tólf marka mun. FH-ingar áttu engin svör við sterkri vörn og markvörslu Akureyringar og fengu fyrir vikið stóran skell á heimavelli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×