Lífið

Horn á höfði aftur á svið

Besta barnasýningin Grindverska Grímurverðlaunasýningin fer aftur á fjalirnar í Borgarleikhúsinu í haust.  Ljósmynd/ Jóhanna Þorkelsdóttir
Besta barnasýningin Grindverska Grímurverðlaunasýningin fer aftur á fjalirnar í Borgarleikhúsinu í haust. Ljósmynd/ Jóhanna Þorkelsdóttir

Barnaleikritið Horn á höfði verður sýnt í Borgarleikhúsinu frá og með 18. september næstkomandi. Sýningin var upphaflega frumsýnd í Grindavík í fyrra en hún var valin Barnasýning ársins 2010 á Grímunni í vor.

Víðir Guðmundsson, leikari í verkinu, segir að velgengni þess hafi ekki komið sér á óvart. „Það er auðvitað ekki sjálfgefið að sýning slái í gegn þegar hún er sett upp utan höfuðborgarsvæðisins, en við vissum að við vorum með gott leikrit í höndunum.“

Auk Víðis leika þau Sólveig Guðmundsdóttir og Sveinn Ólafur Gunnarsson í verkinu en Vilhelm Anton Jónsson semur tónlistina.

- bs






Fleiri fréttir

Sjá meira


×