Ný umræðuhefð? Ólafur Stephensen skrifar 15. júní 2010 06:00 Sú málamiðlun, sem náðist í allsherjarnefnd Alþingis um breytingar á frumvarpinu um stjórnlagaþing, virðist vera fremur til bóta og óskandi væri að málið fengi afgreiðslu á þinginu, sem nú er að ljúka. Samkvæmt breytingartillögu fulltrúa allra flokka á meðal annars að fela stjórnlagaþinginu að fjalla um tvennt, sem láðist að nefna í upphaflegu frumvarpi forsætisráðherra; annars vegar framsal ríkisvalds til alþjóðastofnana og meðferð utanríkismála og hins vegar umhverfismál, þar á meðal eignarhald á auðlindum. Hvort tveggja eru mál, sem mörgum finnst að eigi heima í nútímalegri stjórnarskrá. Í breytingartillögu fulltrúa allra flokka nema Framsóknarflokksins er lagt til að áður en efnt verður til stjórnlagaþingsins kjósi Alþingi nefnd, sem verði sjálfstæð í störfum sínum og fái það hlutverk að standa að þúsund manna þjóðfundi um stjórnarskrána. Fundarmenn verði valdir með slembiúrtaki úr þjóðskránni. Nefndin á að vinna úr tillögum þjóðfundarins og leggja fyrir stjórnlagaþingið, auk þess að taka saman gögn og leggja fyrir stjórnlagaþingið hugmyndir um breytingar á stjórnarskrá. Það er út af fyrir sig mjög merkilegur áfangi að þjóðfundarfyrirkomulagið skuli þannig vera á leið inn í löggjöf um endurskoðun sjálfrar stjórnarskrárinnar. Þjóðfundurinn, sem haldinn var í Laugardalshöll í nóvember síðastliðnum var einstakur; í fyrsta sinn voru fulltrúar heillar þjóðar, valdir með slembiúrtaksaðferð, fengnir saman á einn stað til að móta framtíðarstefnu. Umræðufyrirkomulag þjóðfundarins er sömuleiðis talsverð nýjung fyrir Íslendingum. Þar var unnið í smærri hópum, sem leituðust við að greina gildi samfélagsins og bregða upp framtíðarsýn. Þannig var þróuð aðferð til að allir fengju að tjá sig og koma sinni skoðun á framfæri, sjónarmið allra fengju jafnt vægi, enginn meirihluti kaffærði minnihlutann og áherzlan væri ekki á átök eða að yfirgnæfa andstæð sjónarmið, heldur að leita að því sem átti breiðan grundvöll og sameiginlegan hljómgrunn. Aðferð og niðurstöður þjóðfundarins vöktu mikla athygli og víða hefur verið til þeirra vitnað síðan. Svipað fyrirkomulag hefur verið viðhaft við stefnumótun á vegum ríkisins, sveitarfélaga og félagasamtaka og víðast gefið góða raun. Það er hressandi og uppbyggileg tilbreyting frá íslenzkri umræðuhefð, sem oft virðist fremur byggjast á því að sverta andstæðinginn og gera lítið úr honum á alla lund en að leita að því jákvæða, sem allir geta sameinazt um. Mikið ríður á að um niðurstöðu stjórnlagaþings skapist sem víðtækust sátt. Alþingi hefur í meira en sex áratugi ekki ráðið við það verkefni að endurskoða stjórnarskrána, vegna þess að þar hafa menn ævinlega hrotið ofan í pólitískar skotgrafir. Til stjórnlagaþings verða ekki kjörnir fulltrúar flokka, heldur einstaklingar sem hafa áhuga á að beita sér fyrir umbótum á stjórnskipaninni. Það stuðlar vonandi að því að stjórnarskrárumbætur hrökkvi ekki enn eina ferðina í pólitískan baklás. Það að nýta umræðuform þjóðfundarins til að fá fram sjónarmið almennings ætti sömuleiðis að stuðla að sátt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Skoðanir Mest lesið Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 23.11.2024 Halldór Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun
Sú málamiðlun, sem náðist í allsherjarnefnd Alþingis um breytingar á frumvarpinu um stjórnlagaþing, virðist vera fremur til bóta og óskandi væri að málið fengi afgreiðslu á þinginu, sem nú er að ljúka. Samkvæmt breytingartillögu fulltrúa allra flokka á meðal annars að fela stjórnlagaþinginu að fjalla um tvennt, sem láðist að nefna í upphaflegu frumvarpi forsætisráðherra; annars vegar framsal ríkisvalds til alþjóðastofnana og meðferð utanríkismála og hins vegar umhverfismál, þar á meðal eignarhald á auðlindum. Hvort tveggja eru mál, sem mörgum finnst að eigi heima í nútímalegri stjórnarskrá. Í breytingartillögu fulltrúa allra flokka nema Framsóknarflokksins er lagt til að áður en efnt verður til stjórnlagaþingsins kjósi Alþingi nefnd, sem verði sjálfstæð í störfum sínum og fái það hlutverk að standa að þúsund manna þjóðfundi um stjórnarskrána. Fundarmenn verði valdir með slembiúrtaki úr þjóðskránni. Nefndin á að vinna úr tillögum þjóðfundarins og leggja fyrir stjórnlagaþingið, auk þess að taka saman gögn og leggja fyrir stjórnlagaþingið hugmyndir um breytingar á stjórnarskrá. Það er út af fyrir sig mjög merkilegur áfangi að þjóðfundarfyrirkomulagið skuli þannig vera á leið inn í löggjöf um endurskoðun sjálfrar stjórnarskrárinnar. Þjóðfundurinn, sem haldinn var í Laugardalshöll í nóvember síðastliðnum var einstakur; í fyrsta sinn voru fulltrúar heillar þjóðar, valdir með slembiúrtaksaðferð, fengnir saman á einn stað til að móta framtíðarstefnu. Umræðufyrirkomulag þjóðfundarins er sömuleiðis talsverð nýjung fyrir Íslendingum. Þar var unnið í smærri hópum, sem leituðust við að greina gildi samfélagsins og bregða upp framtíðarsýn. Þannig var þróuð aðferð til að allir fengju að tjá sig og koma sinni skoðun á framfæri, sjónarmið allra fengju jafnt vægi, enginn meirihluti kaffærði minnihlutann og áherzlan væri ekki á átök eða að yfirgnæfa andstæð sjónarmið, heldur að leita að því sem átti breiðan grundvöll og sameiginlegan hljómgrunn. Aðferð og niðurstöður þjóðfundarins vöktu mikla athygli og víða hefur verið til þeirra vitnað síðan. Svipað fyrirkomulag hefur verið viðhaft við stefnumótun á vegum ríkisins, sveitarfélaga og félagasamtaka og víðast gefið góða raun. Það er hressandi og uppbyggileg tilbreyting frá íslenzkri umræðuhefð, sem oft virðist fremur byggjast á því að sverta andstæðinginn og gera lítið úr honum á alla lund en að leita að því jákvæða, sem allir geta sameinazt um. Mikið ríður á að um niðurstöðu stjórnlagaþings skapist sem víðtækust sátt. Alþingi hefur í meira en sex áratugi ekki ráðið við það verkefni að endurskoða stjórnarskrána, vegna þess að þar hafa menn ævinlega hrotið ofan í pólitískar skotgrafir. Til stjórnlagaþings verða ekki kjörnir fulltrúar flokka, heldur einstaklingar sem hafa áhuga á að beita sér fyrir umbótum á stjórnskipaninni. Það stuðlar vonandi að því að stjórnarskrárumbætur hrökkvi ekki enn eina ferðina í pólitískan baklás. Það að nýta umræðuform þjóðfundarins til að fá fram sjónarmið almennings ætti sömuleiðis að stuðla að sátt.
Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir Skoðun
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun
Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir Skoðun
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun