Þorgerður Anna aftur í Stjörnuna Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 7. október 2010 08:00 Þorgerður Anna í leik með Stjörnunni. Mynd/Anton Þorgerður Anna Atladóttir hefur ákveðið að ganga aftur til liðs við Stjörnuna og hefur hún skrifað undir eins árs samning við félagið. Þorgerður er átján ára og lék áður með Stjörnunni. Hún hélt til Danmerkur í sumar þar sem hún var á mála hjá FIF. Félagið lenti hins vegar í fjárhagserfiðleikum og ákvað hún að snúa aftur til Íslands. Valið hjá henni stóð á milli Stjörnunnar og Vals og segir hún að ákvörðunin hafi verið erfið. „Ég kom heim á sunnudaginn og hitti svo bæði lið á mánudaginn. En ég þurfti að taka ákvörðun fljótt enda er ég þegar búin að missa af einum leik á tímabilinu," sagði Þorgerður. „Þetta var mjög erfið ákvörðun en ætli hjartað hafi ekki ráðið þarna för. Ég þekki líka allt hjá Stjörnunni og allar stelpurnar sem spila þar. Ég veit út í hvað ég er að fara og á von á því að veturinn verði spennandi." Valur er núverandi Íslandsmeistari og Þorgerður segir að vissulega hafi það verið freistandi að fara á Hlíðarenda. „Valur er sjálfsagt með sterkasta liðið í deildinni og mér leist mjög vel á allt þar. Það kitlaði að fara til Vals og þetta var erfið ákvörðun. Ég hugsaði þetta fram og til baka á meðan ég var úti og svaf lítið á næturnar." „Það eru kostir og gallar við bæði lið og það er sama hvaða ákvörðun ég hefði tekið - báðar hefðu verið réttar. En ég er sátt við það sem ég valdi." Hún segir þó að stefnan sé að komast aftur út í atvinnumennskuna. „Ég lít á þennan vetur sem tækifæri til að koma mér enn betur í gang. Ég mun spila hér þar til eitthvað annað kemur í ljós, hvenær sem það verður." Hún stefnir einnig að því að vinna sér sæti í landsliðinu fyrir úrslitakeppni EM sem fer fram í Danmörku í desember. „Að sjálsögðu stefni ég að því. Ég verð að einbeita mér að því að æfa eins vel og hægt er. Ég hef verið inn og út úr landsliðinu - aðallega út - enda á Ísland fullt af góðum skyttum. Það eina sem ég get gert er að gera mitt besta og vona það besta." Olís-deild kvenna Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Fleiri fréttir Hundrað prósenta Sigvaldi í úrvalsliði Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt „Eins manns dauði er annars brauð“ „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ „Grimmd og gleði“ skilaði sannfærandi sigri Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Uppgjörið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Sjá meira
Þorgerður Anna Atladóttir hefur ákveðið að ganga aftur til liðs við Stjörnuna og hefur hún skrifað undir eins árs samning við félagið. Þorgerður er átján ára og lék áður með Stjörnunni. Hún hélt til Danmerkur í sumar þar sem hún var á mála hjá FIF. Félagið lenti hins vegar í fjárhagserfiðleikum og ákvað hún að snúa aftur til Íslands. Valið hjá henni stóð á milli Stjörnunnar og Vals og segir hún að ákvörðunin hafi verið erfið. „Ég kom heim á sunnudaginn og hitti svo bæði lið á mánudaginn. En ég þurfti að taka ákvörðun fljótt enda er ég þegar búin að missa af einum leik á tímabilinu," sagði Þorgerður. „Þetta var mjög erfið ákvörðun en ætli hjartað hafi ekki ráðið þarna för. Ég þekki líka allt hjá Stjörnunni og allar stelpurnar sem spila þar. Ég veit út í hvað ég er að fara og á von á því að veturinn verði spennandi." Valur er núverandi Íslandsmeistari og Þorgerður segir að vissulega hafi það verið freistandi að fara á Hlíðarenda. „Valur er sjálfsagt með sterkasta liðið í deildinni og mér leist mjög vel á allt þar. Það kitlaði að fara til Vals og þetta var erfið ákvörðun. Ég hugsaði þetta fram og til baka á meðan ég var úti og svaf lítið á næturnar." „Það eru kostir og gallar við bæði lið og það er sama hvaða ákvörðun ég hefði tekið - báðar hefðu verið réttar. En ég er sátt við það sem ég valdi." Hún segir þó að stefnan sé að komast aftur út í atvinnumennskuna. „Ég lít á þennan vetur sem tækifæri til að koma mér enn betur í gang. Ég mun spila hér þar til eitthvað annað kemur í ljós, hvenær sem það verður." Hún stefnir einnig að því að vinna sér sæti í landsliðinu fyrir úrslitakeppni EM sem fer fram í Danmörku í desember. „Að sjálsögðu stefni ég að því. Ég verð að einbeita mér að því að æfa eins vel og hægt er. Ég hef verið inn og út úr landsliðinu - aðallega út - enda á Ísland fullt af góðum skyttum. Það eina sem ég get gert er að gera mitt besta og vona það besta."
Olís-deild kvenna Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Fleiri fréttir Hundrað prósenta Sigvaldi í úrvalsliði Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt „Eins manns dauði er annars brauð“ „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ „Grimmd og gleði“ skilaði sannfærandi sigri Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Uppgjörið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Sjá meira