Körfubolti

Grindvíkingar skipta Gumma Braga inn á fyrir Pétur Guðmunds

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Guðmundur Bragason og Pétur Guðmundsson fagna saman bikarmeistaratitlinum 1995.
Guðmundur Bragason og Pétur Guðmundsson fagna saman bikarmeistaratitlinum 1995.

Guðmundur Bragason hefur verið ráðinn aðstoðarþjálfari úrvalsdeildarliðs Grindavíkur í körfuknattleik karla samkvæmt frétt á Víkurfréttum. Fréttir af aðstoðarmönnum hafa verið áberandi síðustu daga því Keflvíkingar höfðu áður ráðið Grindvíkinginn Pétur Guðmundsson sem aðstoðarmann Keflavíkurliðsins í vetur.

Guðmundur var burðarrás í Grindavíkurliðinu og er frákastahæsti, annar stigahæsti og þriðji leikjahæsti leikmaður Grindavíkur í úrvalsdeild frá upphafi. Guðmundur var fyrirliði fyrstu bikarmeistara (1995) og fyrstu Íslandsmeistara (1996) Grindavíkur.

Guðmundur mun verða þjálfaranum Helga Jónasi Guðfinnssyni til halds og trausts en Helgi Jónas er að stíga sín fyrstu skref sem þjálfari í Iceland Express deildinni í vetur.

Guðmundur hefur reynslu af þjálfun Grindavíkurliðsins því hann var spilandi þjálfari þess tímabilið 1993-94 og svo fyrri hluta tímabilsins 1998-99.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×