Reykjavík, ó, Reykjavík 21. maí 2010 06:00 Fyrir stuttu las ég minningargrein í Morgunblaðinu um konu sem varð ung ekkja hér í Reykjavík með lítil börn á framfæri sínu. Hún hafði aldrei mikið á milli handanna. Stundum skemmti hún börnunum sínum með því að fara með þau hring í strætó og dáðist þá að fallegu húsunum sem urðu á vegi þeirra. Þessar ferðir voru orðnar að góðum minningum í huga barnanna. Sem betur fer býður Reykjavík nú upp á fleiri ævintýri en strætóferðir, þótt skemmtilegar séu. Það er gott að alast upp í þessari borg. Sér í lagi er hún mögnuð á sumrin sem mér finnst aldrei fullkomlega komið fyrr en Brúðubíllinn hennar Helgu Steffensen mætir til leiks. Inni á milli blokka og raðhúsa finnast nú fagurgræn tún fyrir brennibolta- og stórfiskaleiki og í Laugardalnum breiðir Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn úr sér með klifurgrindum, sjóræningjaskipi og glænýjum grísum. Ég get varla beðið eftir að Árbæjarsafn verði opnað og ljúki upp dyrum allra sögufrægu húsanna. Þar er gaman að klöngrast ofan í trébát og þykjast leggja út net, kaupa sér englaglansmyndir, raða í sig upprúlluðum pönnukökum og heilsa upp á landnámshænurnar. Jafnvel einmana kamar vekur hrifningu ungviðisins. Það besta við Reykjavík eru samt sundlaugarnar. Krakkar sem þora loksins að renna sér mömmulausir niður rennibrautirnar fyllast sjálfstrausti sem seint líður úr þeim. Gestir Árbæjarlaugar virðast duglegri en flestir aðrir að sækja ljósabekki og húðflúrstofur bæjarins. Ég er eins og miðaldamunkur að rýna í skinnhandrit þegar ég kem þangað. Síðast var það maðurinn með æðruleysisbænina yfir bakið á sér sem hafði vinninginn. Bráðum verður efnt til borgarstjórnarkosninga og því ekki úr vegi að koma sér upp kjarki til að breyta því sem við getum breytt, svo ég vitni í fyrrnefnda bæn. Kjósum fólkið sem stendur vörð um hag barnanna, skólastarfið, tómstundastarfið og menningarlífið í landinu. Kjósum borg með glænýjum grísum, upprúlluðum pönnukökum, kynngimögnuðum kamri og stöku landnámshænu. Gleði barna smitar alltaf út frá sér. Þegar börnunum líður vel, líður öllum vel. Bíddu, sagði ég að sundlaugarnar væru það besta við Reykjavík? Úps, þar hljóp ég á mig. Það besta eru auðvitað börnin. Þetta á að vera borgin þeirra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gerður Kristný Mest lesið Halldór 28.12.2024 Halldór Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Veðurstofa Sjálfstæðisflokksins frestar fundi Daníel Hjörvar Guðmundsson Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Tími fyrir sögu Hafþór Sævarsson Skoðun Orkuverð og sæstrengir Anna Sofía Kristjánsdóttir Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun
Fyrir stuttu las ég minningargrein í Morgunblaðinu um konu sem varð ung ekkja hér í Reykjavík með lítil börn á framfæri sínu. Hún hafði aldrei mikið á milli handanna. Stundum skemmti hún börnunum sínum með því að fara með þau hring í strætó og dáðist þá að fallegu húsunum sem urðu á vegi þeirra. Þessar ferðir voru orðnar að góðum minningum í huga barnanna. Sem betur fer býður Reykjavík nú upp á fleiri ævintýri en strætóferðir, þótt skemmtilegar séu. Það er gott að alast upp í þessari borg. Sér í lagi er hún mögnuð á sumrin sem mér finnst aldrei fullkomlega komið fyrr en Brúðubíllinn hennar Helgu Steffensen mætir til leiks. Inni á milli blokka og raðhúsa finnast nú fagurgræn tún fyrir brennibolta- og stórfiskaleiki og í Laugardalnum breiðir Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn úr sér með klifurgrindum, sjóræningjaskipi og glænýjum grísum. Ég get varla beðið eftir að Árbæjarsafn verði opnað og ljúki upp dyrum allra sögufrægu húsanna. Þar er gaman að klöngrast ofan í trébát og þykjast leggja út net, kaupa sér englaglansmyndir, raða í sig upprúlluðum pönnukökum og heilsa upp á landnámshænurnar. Jafnvel einmana kamar vekur hrifningu ungviðisins. Það besta við Reykjavík eru samt sundlaugarnar. Krakkar sem þora loksins að renna sér mömmulausir niður rennibrautirnar fyllast sjálfstrausti sem seint líður úr þeim. Gestir Árbæjarlaugar virðast duglegri en flestir aðrir að sækja ljósabekki og húðflúrstofur bæjarins. Ég er eins og miðaldamunkur að rýna í skinnhandrit þegar ég kem þangað. Síðast var það maðurinn með æðruleysisbænina yfir bakið á sér sem hafði vinninginn. Bráðum verður efnt til borgarstjórnarkosninga og því ekki úr vegi að koma sér upp kjarki til að breyta því sem við getum breytt, svo ég vitni í fyrrnefnda bæn. Kjósum fólkið sem stendur vörð um hag barnanna, skólastarfið, tómstundastarfið og menningarlífið í landinu. Kjósum borg með glænýjum grísum, upprúlluðum pönnukökum, kynngimögnuðum kamri og stöku landnámshænu. Gleði barna smitar alltaf út frá sér. Þegar börnunum líður vel, líður öllum vel. Bíddu, sagði ég að sundlaugarnar væru það besta við Reykjavík? Úps, þar hljóp ég á mig. Það besta eru auðvitað börnin. Þetta á að vera borgin þeirra.
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun