Körfubolti

Fjárhúsið nánast fullt klukkutíma fyrir leik

Elvar Geir Magnússon í Stykkishólmi skrifar
Stuðningsmenn Snæfells eru í bestu skapi í Stykkishólmi enda bikar í húsinu. Mynd/Daníel
Stuðningsmenn Snæfells eru í bestu skapi í Stykkishólmi enda bikar í húsinu. Mynd/Daníel

Nú styttist í fjórða leik Snæfells og Keflavíkur um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta. Leikurinn hefst klukkan 19:15 hér í Stykkishólmi og heimamenn tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn með sigri.

Búist er við um 1.200 manns á leikinn en íbúafjöldi bæjarins telur um 1.100 manns. Klukkutíma fyrir leik var ansi þétt setið og er áhorfendum nú troðið í hinu ýmsu skúmaskot.

„Hver er þessi Fannar Ólafsson?" er meðal þess sem stuðningsmenn Snæfells syngja hástöfum í stúkunni en þeir hituðu sig upp á Narfeyrarstofu að vanda.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×