Körfubolti

Aðeins tvö lið hafa komið til baka eftir stærra tap í fyrsta leik

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Uruele Igbavboa lék vel í gær.
Uruele Igbavboa lék vel í gær. Mynd/Daníel
Keflavík vann 19 stiga sigur á Snæfelli í gær, 97-78, í fyrsta úrslitaleik liðanna um Íslandsmeistaratitilinn í Iceland Express deild karla. Þetta var níundi stærsti sigur í fyrsta leik lokaúrslita í sögu úrslitakeppninnar og aðeins tveimur liðum hefur tekist að koma til baka eftir stærra tap í fyrsta leik.

KR-ingar eiga metið því þeir töpuðu með 21 stigi, 99-78, í fyrsta leik á móti Njarðvík fyrir þremur árum en enduðu á því að vinna einvígið 3-1 og tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn. KR vann annan leikinn á heimavelli sínum með sex stigum, 82-76.

Haukar töpuðu fyrsta leik sínum með 20 stigum, 78-58, fyrir Njarðvík í fyrsta leik lokaúrslitanna 1988 en svöruðu með því að vinna næstu tvo leiki og tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn í fyrsta og eina skiptið. Haukar unnu annan leikinn á heimavelli sínum með sex stigum, 80-74.

Annar leikur Keflavíkur og Snæfells fer fram í Stykkishólmi á fimmtudaginn og hefst klukkan 19.15.

Stærsti sigur í fyrsta leik lokaúrslita

41 Njarðvík gegn Haukum 1986 (94-53) .... 2-0 sigur í einvíginu

37 Njarðvík gegn Keflavík 1991 (96-59) ... 3-2 sigur

36 Keflavík gegn Haukum 1993 (103-67) ... 3-0 sigur

24 Njarðvík gegn Tindastól 2001 (89-65) ... 3-1 sigur

22 Keflavík gegn Val 1992 (106-84) ... 3-2 sigur

21 Njarðvík gegn Keflavík 2002 (89-68) ... 3-0 sigur

21 Njarðvík gegn KR 2007 (99-78) ... 1-3 tap

20 Njarðvík gegn Haukum 1988 (78-58) ... 1-2 tap

19 Njarðvík gegn Skallagrím 2006 (89-70) ... 3-1 sigur

19 Keflavík gegn Snæfelli 2010 (97-78) ... ???

16 Keflavík gegn Grindavík 1997 (107-91) ... 3-0 sigur

15 Keflavík gegn Snæfell 2005 (90-75) ... 3-1 sigur






Fleiri fréttir

Sjá meira


×