Gillzenegger byrjaður á þriðju bókinni 29. apríl 2010 13:00 Egill Einarsson er byrjaður á þriðju bókinni sinni um mannasiði. Bókin kemur út um næstu jól og verður í ætt við fyrri bækur rithöfundarins. Fréttablaðið/GVA Egill Einarsson, oftast kallaður Gillz, Þykki eða Störe, er að komast í hóp afkastamestu rithöfunda landsins. Hann er nefnilega byrjaður á þriðju bókinni sinni. Síðasta bók Egils, Mannasiðabókin, seldist í bílförmum um síðustu jól og komst meðal annars í efstu sæti metsölulista Eymundsson. Egill segir það hafa legið beint við að gefa út þriðju bókina en bókaútgáfan hófst með útgáfu Biblíu fallega fólksins. „Ég settist bara niður í Mónakó, fékk mér latté, horfði á snekkjurnar og skrifaði innganginn," segir Egill sem var hins vegar staddur í Kaupmannahöfn þegar Fréttablaðið náði tali af honum en eins og komið hefur fram keppti kraftajötunninn á pókermóti í smáríkinu ásamt tvíeykinu Sveppa og Audda. Ekki var útséð með hvenær þeir kappar kæmust heim því allt flug til og frá Íslandi lá niðri vegna öskunnar frá Eyjafjallajökli. Egill hefur, eins og alltaf, fulla trú á verkefninu og telur næsta víst að þriðja bókin verði sú besta í röðinni. „Ég er metsöluhöfundur og þessi bók á eftir að seljast miklu betur en sú síðasta. Sem var þó metsölubók," segir Egill sem telur það hafa legið nokkuð ljóst fyrir að tvær bækur myndu ekki nægja til að bæta íslenska karlkynið. „Nei, þrjátíu til fjörutíu ættu að vera nóg. Ég ætla allavega að halda áfram að skrifa því ég hef svo gaman af þessu og á meðan mér finnst þetta skemmtilegt þá verða bækurnar líka skemmtilegar. En ég hætti um leið og þetta verður leiðinlegt." Egill hefur lengi verið talsmaður þess að raka sig að neðan. Fréttablaðið greindi nýverið frá því að rakstur í kringum kynfærin auki líkur á svokallaðri HPV-veiru eða vörtuveiru. Egill segist ekki kannast við slíka veiru og hyggst ekki láta af rakstrinum og áróðri fyrir ágæti hans. „Ég hef gert þetta í tólf ár og hef aldrei fengið kynfæravörtur og leyfi mér að fullyrða að ég muni aldrei fá þær," segir Egill, brattur að venju. freyrgigja@frettabladid.is Lífið Mest lesið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Lífið Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Lífið Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Tónlist Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Lífið Fanney og Teitur greina frá kyninu Lífið Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Lífið Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Fleiri fréttir Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Stjörnulífið: Skvísurnar stálu senunni Sjá meira
Egill Einarsson, oftast kallaður Gillz, Þykki eða Störe, er að komast í hóp afkastamestu rithöfunda landsins. Hann er nefnilega byrjaður á þriðju bókinni sinni. Síðasta bók Egils, Mannasiðabókin, seldist í bílförmum um síðustu jól og komst meðal annars í efstu sæti metsölulista Eymundsson. Egill segir það hafa legið beint við að gefa út þriðju bókina en bókaútgáfan hófst með útgáfu Biblíu fallega fólksins. „Ég settist bara niður í Mónakó, fékk mér latté, horfði á snekkjurnar og skrifaði innganginn," segir Egill sem var hins vegar staddur í Kaupmannahöfn þegar Fréttablaðið náði tali af honum en eins og komið hefur fram keppti kraftajötunninn á pókermóti í smáríkinu ásamt tvíeykinu Sveppa og Audda. Ekki var útséð með hvenær þeir kappar kæmust heim því allt flug til og frá Íslandi lá niðri vegna öskunnar frá Eyjafjallajökli. Egill hefur, eins og alltaf, fulla trú á verkefninu og telur næsta víst að þriðja bókin verði sú besta í röðinni. „Ég er metsöluhöfundur og þessi bók á eftir að seljast miklu betur en sú síðasta. Sem var þó metsölubók," segir Egill sem telur það hafa legið nokkuð ljóst fyrir að tvær bækur myndu ekki nægja til að bæta íslenska karlkynið. „Nei, þrjátíu til fjörutíu ættu að vera nóg. Ég ætla allavega að halda áfram að skrifa því ég hef svo gaman af þessu og á meðan mér finnst þetta skemmtilegt þá verða bækurnar líka skemmtilegar. En ég hætti um leið og þetta verður leiðinlegt." Egill hefur lengi verið talsmaður þess að raka sig að neðan. Fréttablaðið greindi nýverið frá því að rakstur í kringum kynfærin auki líkur á svokallaðri HPV-veiru eða vörtuveiru. Egill segist ekki kannast við slíka veiru og hyggst ekki láta af rakstrinum og áróðri fyrir ágæti hans. „Ég hef gert þetta í tólf ár og hef aldrei fengið kynfæravörtur og leyfi mér að fullyrða að ég muni aldrei fá þær," segir Egill, brattur að venju. freyrgigja@frettabladid.is
Lífið Mest lesið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Lífið Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Lífið Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Tónlist Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Lífið Fanney og Teitur greina frá kyninu Lífið Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Lífið Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Fleiri fréttir Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Stjörnulífið: Skvísurnar stálu senunni Sjá meira