Hvað er eiginlega The Wire? 1. júní 2010 04:00 The Wire eru margslungnir bandarískir sjónvarpsþættir. Á myndinni er Omar, eins konar Hrói höttur fátækrahverfanna sem rænir eiturlyfjasala og deilir auðinum. Jón Gnarr, formaður Besta flokksins, hefur sett það sem skilyrði að samstarfsmenn sínir í borgarstjórn hafi horft á sjónvarpsþáttaröðina The Wire. En hvers konar þættir eru þetta eiginlega? The Wire eru margslungnir bandarískir sjónvarpsþættir sem gerast í Baltimore í Maryland og fjalla á raunsæjan hátt um hina ýmsu þætti samfélagsgerðarinnar þar í borg. Þeir voru frumsýndir árið 2002 og luku göngu sinni 2008 eftir að sextíu þættir höfðu verið framleiddir í alls fimm þáttaröðum. Hér heima voru þeir sýndir á Stöð 2. The Wire er hugarfóstur Davids Simon sem starfaði sem blaðamaður hjá The Baltimore Sun á árunum 1982 til 1995. Þar skrifaði hann um glæpi og varð sér úti um mikla þekkingu á þessum málaflokki. Árið 1991 skrifaði hann bókina Homicide: A Year on the Killing Street sem fjallaði um morðdeild lögreglunnar í Baltimore. Bókin hlaut mjög góðar viðtökur og í kjölfarið var framleidd sjónvarpsþáttaröðin Homicide: Life on the Street sem var byggð á henni. Simon var einn af handritshöfundum seríunnar og árið 1995 hætti hann störfum á dagblaðinu til að einbeita sér að skrifunum. Þáttaröðin gekk í sex ár við góðar undirtektir, eða til ársins 1999.Blaðamaðurinn David Simon skrifaði The Wire.Næst á dagskrá hjá Simon var önnur þáttaröð, The Corner, sem var byggð á samnefndri bók hans um fátæka fjölskyldu í Baltimore og kynni hennar af fíkniefnaheiminum. Sex þættir voru teknir upp og voru þeir sýndir árið 2000. Eftir það var röðin komin að The Wire. Hver þáttaröð samanstóð af einni hlið Baltimore-borgar. Tekin voru fyrir fíkniefnaviðskipti, flutningsleið fíkniefnanna, stjórnsýsla borgarinnar í sinni spilltustu mynd, skólakerfið og prentmiðlarnir. Þrátt fyrir að The Wire hafi verið lýst sem glæpaþáttum eru þeir að mati Davids Simon í raun og veru um hefðbundna bandaríska stórborg, samskipti fólksins og það hvernig hinar ýmsu stofnanir hafa áhrif á einstaklingana. Þrátt fyrir að þættirnir hafi aldrei hlotið nein stór verðlaun eða notið útbreiddrar hylli telja sumir gagnrýnendur að þeir séu þeir vönduðustu sem hafa nokkru sinni verið framleiddir. freyr@frettabladid.is Tengdar fréttir Þreifingar byrjaðar í Reykjavík Eftir söguleg úrslit kosninganna í gær með sex kjörna fulltrúa hefur Besti flokkurinn framtíð Reykjavíkurborgar í hendi sér, en alls óvíst er hvort myndaður verði meirihluti. 30. maí 2010 18:34 Besti flokkurinn og Samfylkingin eru byrjuð í samningaviðræðum Besti flokkurinn og Samfylkingin eru byrjuð í samningaviðræðum um meirihlutasamstarf í borgarstjórn Reykjavíkur. 30. maí 2010 18:56 Karl Sigurðsson: Of erfitt fyrir venjulegt fólk Þegar Jón kom fyrst að máli við mig og spurði hvort ég vildi vera með í framboði til borgarstjórnarkosninga í vor var mín fyrsta spurning: "Hvað felst í því?" Hann svaraði: "Það á að vera gaman." 22. maí 2010 20:57 Skilyrði fyrir samstarfi að viðkomandi hafi horft á The Wire „Ég bjóst við meiru. Það var sjokkerandi að heyra að það væru ekki fleiri að kjósa Besta flokkinn,“ segir Jón Gnarr sem er ótvíræður sigurvegari í skoðanakönnun sem MMR gerði fyrir Sjálfstæðisflokkinn og Stöð 2 greindi frá en þar kemur í ljós að Besti flokkurinn nær 6 fulltrúum inn í borgarstjórn fari kosningar eins og könnunin gefur til kynna. 17. maí 2010 20:32 The Wire og Ray Ban geta leitt til meirihlutasamstarfs Ekki er útlit fyrir annað en að tveir eða fleiri flokkar myndi meirihluta í borgarstjórn Reykjavíkur að kosningum loknum. 29. maí 2010 12:18 Mest lesið Val Kilmer er látinn Lífið „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Lífið Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Lífið „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Menning Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Tónlist Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Lífið Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Lífið Vill kynlíf en ekki samband Lífið Giskaði sig í eina milljón Lífið „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Lífið Fleiri fréttir Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Giskaði sig í eina milljón Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Þórdís Lóa brast í söng í pontu Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Val Kilmer er látinn „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Vill kynlíf en ekki samband „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta „Ég held ég sé með niðurgang“ Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Hollt veisluhlaðborð sem er lygilega bragðgott og girnilegt Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Richard Chamberlain er látinn Úr svefnherbergispoppi í drum-n-bass: „Fólkið var ógeðslega mikið að fíla þetta“ „Þarna brotnaði ég bara niður og grét og grét“ Krakkatían: Andrés Önd, Bubbi Morthens og ballett Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Halda tíu tíma maraþontónleika Löng fangelsisvist blasir við popparanum Áhrifavaldar og þingmenn ræddu kærleikann „Þetta má ekki vera feimnismál“ „Ástarsorg er best í heimi“ Sjá meira
Jón Gnarr, formaður Besta flokksins, hefur sett það sem skilyrði að samstarfsmenn sínir í borgarstjórn hafi horft á sjónvarpsþáttaröðina The Wire. En hvers konar þættir eru þetta eiginlega? The Wire eru margslungnir bandarískir sjónvarpsþættir sem gerast í Baltimore í Maryland og fjalla á raunsæjan hátt um hina ýmsu þætti samfélagsgerðarinnar þar í borg. Þeir voru frumsýndir árið 2002 og luku göngu sinni 2008 eftir að sextíu þættir höfðu verið framleiddir í alls fimm þáttaröðum. Hér heima voru þeir sýndir á Stöð 2. The Wire er hugarfóstur Davids Simon sem starfaði sem blaðamaður hjá The Baltimore Sun á árunum 1982 til 1995. Þar skrifaði hann um glæpi og varð sér úti um mikla þekkingu á þessum málaflokki. Árið 1991 skrifaði hann bókina Homicide: A Year on the Killing Street sem fjallaði um morðdeild lögreglunnar í Baltimore. Bókin hlaut mjög góðar viðtökur og í kjölfarið var framleidd sjónvarpsþáttaröðin Homicide: Life on the Street sem var byggð á henni. Simon var einn af handritshöfundum seríunnar og árið 1995 hætti hann störfum á dagblaðinu til að einbeita sér að skrifunum. Þáttaröðin gekk í sex ár við góðar undirtektir, eða til ársins 1999.Blaðamaðurinn David Simon skrifaði The Wire.Næst á dagskrá hjá Simon var önnur þáttaröð, The Corner, sem var byggð á samnefndri bók hans um fátæka fjölskyldu í Baltimore og kynni hennar af fíkniefnaheiminum. Sex þættir voru teknir upp og voru þeir sýndir árið 2000. Eftir það var röðin komin að The Wire. Hver þáttaröð samanstóð af einni hlið Baltimore-borgar. Tekin voru fyrir fíkniefnaviðskipti, flutningsleið fíkniefnanna, stjórnsýsla borgarinnar í sinni spilltustu mynd, skólakerfið og prentmiðlarnir. Þrátt fyrir að The Wire hafi verið lýst sem glæpaþáttum eru þeir að mati Davids Simon í raun og veru um hefðbundna bandaríska stórborg, samskipti fólksins og það hvernig hinar ýmsu stofnanir hafa áhrif á einstaklingana. Þrátt fyrir að þættirnir hafi aldrei hlotið nein stór verðlaun eða notið útbreiddrar hylli telja sumir gagnrýnendur að þeir séu þeir vönduðustu sem hafa nokkru sinni verið framleiddir. freyr@frettabladid.is
Tengdar fréttir Þreifingar byrjaðar í Reykjavík Eftir söguleg úrslit kosninganna í gær með sex kjörna fulltrúa hefur Besti flokkurinn framtíð Reykjavíkurborgar í hendi sér, en alls óvíst er hvort myndaður verði meirihluti. 30. maí 2010 18:34 Besti flokkurinn og Samfylkingin eru byrjuð í samningaviðræðum Besti flokkurinn og Samfylkingin eru byrjuð í samningaviðræðum um meirihlutasamstarf í borgarstjórn Reykjavíkur. 30. maí 2010 18:56 Karl Sigurðsson: Of erfitt fyrir venjulegt fólk Þegar Jón kom fyrst að máli við mig og spurði hvort ég vildi vera með í framboði til borgarstjórnarkosninga í vor var mín fyrsta spurning: "Hvað felst í því?" Hann svaraði: "Það á að vera gaman." 22. maí 2010 20:57 Skilyrði fyrir samstarfi að viðkomandi hafi horft á The Wire „Ég bjóst við meiru. Það var sjokkerandi að heyra að það væru ekki fleiri að kjósa Besta flokkinn,“ segir Jón Gnarr sem er ótvíræður sigurvegari í skoðanakönnun sem MMR gerði fyrir Sjálfstæðisflokkinn og Stöð 2 greindi frá en þar kemur í ljós að Besti flokkurinn nær 6 fulltrúum inn í borgarstjórn fari kosningar eins og könnunin gefur til kynna. 17. maí 2010 20:32 The Wire og Ray Ban geta leitt til meirihlutasamstarfs Ekki er útlit fyrir annað en að tveir eða fleiri flokkar myndi meirihluta í borgarstjórn Reykjavíkur að kosningum loknum. 29. maí 2010 12:18 Mest lesið Val Kilmer er látinn Lífið „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Lífið Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Lífið „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Menning Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Tónlist Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Lífið Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Lífið Vill kynlíf en ekki samband Lífið Giskaði sig í eina milljón Lífið „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Lífið Fleiri fréttir Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Giskaði sig í eina milljón Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Þórdís Lóa brast í söng í pontu Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Val Kilmer er látinn „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Vill kynlíf en ekki samband „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta „Ég held ég sé með niðurgang“ Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Hollt veisluhlaðborð sem er lygilega bragðgott og girnilegt Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Richard Chamberlain er látinn Úr svefnherbergispoppi í drum-n-bass: „Fólkið var ógeðslega mikið að fíla þetta“ „Þarna brotnaði ég bara niður og grét og grét“ Krakkatían: Andrés Önd, Bubbi Morthens og ballett Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Halda tíu tíma maraþontónleika Löng fangelsisvist blasir við popparanum Áhrifavaldar og þingmenn ræddu kærleikann „Þetta má ekki vera feimnismál“ „Ástarsorg er best í heimi“ Sjá meira
Þreifingar byrjaðar í Reykjavík Eftir söguleg úrslit kosninganna í gær með sex kjörna fulltrúa hefur Besti flokkurinn framtíð Reykjavíkurborgar í hendi sér, en alls óvíst er hvort myndaður verði meirihluti. 30. maí 2010 18:34
Besti flokkurinn og Samfylkingin eru byrjuð í samningaviðræðum Besti flokkurinn og Samfylkingin eru byrjuð í samningaviðræðum um meirihlutasamstarf í borgarstjórn Reykjavíkur. 30. maí 2010 18:56
Karl Sigurðsson: Of erfitt fyrir venjulegt fólk Þegar Jón kom fyrst að máli við mig og spurði hvort ég vildi vera með í framboði til borgarstjórnarkosninga í vor var mín fyrsta spurning: "Hvað felst í því?" Hann svaraði: "Það á að vera gaman." 22. maí 2010 20:57
Skilyrði fyrir samstarfi að viðkomandi hafi horft á The Wire „Ég bjóst við meiru. Það var sjokkerandi að heyra að það væru ekki fleiri að kjósa Besta flokkinn,“ segir Jón Gnarr sem er ótvíræður sigurvegari í skoðanakönnun sem MMR gerði fyrir Sjálfstæðisflokkinn og Stöð 2 greindi frá en þar kemur í ljós að Besti flokkurinn nær 6 fulltrúum inn í borgarstjórn fari kosningar eins og könnunin gefur til kynna. 17. maí 2010 20:32
The Wire og Ray Ban geta leitt til meirihlutasamstarfs Ekki er útlit fyrir annað en að tveir eða fleiri flokkar myndi meirihluta í borgarstjórn Reykjavíkur að kosningum loknum. 29. maí 2010 12:18