Lífið

Borðar allt sem hana langar í á sunnudögum

Beyoncé Knowles. MYND/Cover Media
Beyoncé Knowles. MYND/Cover Media

Söngkonan Beyoncé Knowles, 28 ára, leyfir sér að borða allt sem hana langar í en aðeins á sunnudögum.

Beyoncé er á ströngum matarkúr til að halda í mjúkar línurnar og gott formið. Hún leyfir sér þó að njóta og það gerir hún á sunnudögum. Þá borðar hún það sem henni þykir gott án þess að velta sér upp úr innihaldinu og hvort hún bæti á sig kílóum í kjölfarið.

„Ég þarf að passa vel hvað ég læt ofan í mig en ég er ekki að reyna að losa mig við líkamslagið mitt. Ég borða til að mynda aldrei pasta. Ég á það til að borða mikið yfir helgar en á sunnudögum borða ég alltaf nákvæmlega það sem mig langar í," sagði Beyoncé.

„Að vera á sviði er líkamsrækt út af fyrir sig og þegar ég er ekki á tónleikaferðalagi þá mæti ég í líkamsræktina og lyfti lóðum, geri magaæfingar og þess háttar."

Við spáðum fyrir heppnum lesendum Lífsins í morgun. Vertu með næst. Sjá hér.


Tengdar fréttir

Beyoncé apar eftir E-label

Buxur í nýrri haustlínu tískumerkisins Dereon, sem er í eigu söngkonunnar Beyoncé, þykja afskaplega líkar buxum frá E-label, sem söngkonan keypti í haust.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.