Umfjöllun: Góður síðari hálfleikur dugði Val Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 29. september 2010 19:44 Hrafnhildur Ósk Skúladóttir skoraði átta mörk í kvöld. Valur vann í kvöld Fram, 25-23, í Meistarakeppni HSÍ í Vodafone-höllinni nú í kvöld. Íslandsmeistararnir lögðu þar með bikarmeistarana í spennandi leik.Jafnræði var með liðunum framan af í kvöld. Valur byrjaði með framliggjandi 3-3 vörn sem sókn Fram var nokkrar mínútur að átta sig á. En mestu munaði markvörslu Írisar Bjarkar Símonardóttur. Hún varði fimmtán skot af sínum 24 í fyrri hálfleik og lokaði til að mynda markinu í átta mínútur. Þetta nýttu Framarar sér þó ekki en þær hefðu með réttu átt að komast nokkrum mörkum yfir. Það var ekki fyrr en undir lok hálfleiksins að munurinn varð tvö mörk. Valur breytti í 5-1 vörn í seinni hálfleik og tók þá hægt og rólega völdin í leiknum. Framarar voru þó aldrei langt undan og náðu að jafna metin þegar tæpar fjórara mínútur voru til leiksloka, 23-23. En Valsmenn skoruðu síðustu tvö mörkin í leiknum og fögnuðu vel í leikslok enda fyrsti titill vetrarins í húsi. Hildigunnur Einarsdóttir átti góða spretti í liði Vals í kvöld og nýtti öll sjö skot sín utan af vellinum. Hrafnhildur Ósk Skúladóttir var þó sem fyrr burðarásinn í sóknarleik liðsins. Hjá Fram var Guðrún Þóra Hálfdánsdóttir markahæst en hún skoraði öll sín mörk í síðari hálfleik. Annars var sóknarleikur Fram heldur lítilfjörlegur, sér í lagi í síðari hálfleik. Varnarleikurinn var ágætur framan af, en réði ekki við ágæta Valsmenn þegar þeir fóru í gang snemma í síðari hálfleik. Íris Björk varði vel í marki Fram og Jenný Ásmundsdóttir eftir hjá Val eftir að vörn liðsins skánaði til muna í síðari hálfleik.Valur - Fram 25 - 23 (10-12)Mörk Vals (skot): Hrafnhildur Ósk Skúladóttir 8/1 (21/2), Hildigunnur Einarsdóttir 7 (7), Kristín Guðmundsdóttir 4 (14), Ágústa Edda Björnsdóttir 3 (9), Anna Úrsúla Guðmundsdóttir 2 (3), Arndís María Erlingsdóttir 1 (1), Karólína B. Gunnarsdóttir (1), Rebekka Skúladóttir (2).Varin skot: G. Jenný Ásmundsdóttir 12/1 (33/3, 36%), Sigríður A. Ólafsdóttir 1/1 (3/2, 33%).Hraðaupphlaup: 8 (Hildigunnur 3, Kristín 2, Ágústa Edda 1, Hrafnhildur Ósk 1, Anna Úrsúla 1).Fiskuð víti: 2 (Ágústa Edda 1, Íris Ásta 1).Utan vallar: 4 mínútur.Mörk Fram (skot): Guðrún Þóra Hálfdánsdóttir 5 (5), Stella Sigurðardóttir 4/1 (11/2), Hildur Þorgeirsdóttir 4 (9), Karen Knútsdóttir 3/2 (7/3), Sigurbjörg Jóhannsdóttir 3 (5), Pavla Nevalirova 3 (5), Ásta Birna Gunnarsdóttir 1 (4).Varin skot: Íris Björk Símonardóttir 24/1 (49/2, 49%).Hraðaupphlaup: 4 (Stella 1, Sigurbjörg 1, Hildur 1, Pavla 1).Fiskuð víti: 5 (Sigurbjörg 2, Guðrún Þóra 1, Ásta Birna 1, Pavla 1).Utan vallar: 6 mínútur.Dómarar: Anton Gylfi Pálsson og Hlynur Leifsson. Góðir. Olís-deild kvenna Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti Fleiri fréttir Ekkert vesen á sókninni Líkurnar á að Ísland komist í átta liða úrslit aukist um 66 prósent Bein útsending: Stemmningin hjá Sérsveitinni í Zagreb Orri Freyr er Orri óstöðvandi Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina „Þetta er miklu skemmtilegra“ „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Gætið ykkar: Dodo-skortur en Egypski Omar ætlar að vinna HM Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Mögulega leikþáttur hjá Egyptum „Það er einhver ára yfir liðinu“ „Alltaf óþolandi að klikka“ Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Holland marði Katar Sveinn meiddist á æfingu landsliðsins Nær því að mæta Íslandi eftir magnað langskot í lokin Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Grjóthörð Díana spilaði ristarbrotin Aldrei í sögunni skorað eins fá mörk og gegn Viktori Viktor óskar eftir hárgreiðslumanni í Zagreb „Mér fannst Aron snúa algjörlega okkar sóknarleik við“ Hræddist Alfreð en þarf að horfast í augu við hann í kvöld „Þú þarft að vera dálítið leiðinlegur“ HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Haukar og Valur sluppu við að mætast „Hann á eftir að verða betri, áttiði ykkur á því“ Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Sjá meira
Valur vann í kvöld Fram, 25-23, í Meistarakeppni HSÍ í Vodafone-höllinni nú í kvöld. Íslandsmeistararnir lögðu þar með bikarmeistarana í spennandi leik.Jafnræði var með liðunum framan af í kvöld. Valur byrjaði með framliggjandi 3-3 vörn sem sókn Fram var nokkrar mínútur að átta sig á. En mestu munaði markvörslu Írisar Bjarkar Símonardóttur. Hún varði fimmtán skot af sínum 24 í fyrri hálfleik og lokaði til að mynda markinu í átta mínútur. Þetta nýttu Framarar sér þó ekki en þær hefðu með réttu átt að komast nokkrum mörkum yfir. Það var ekki fyrr en undir lok hálfleiksins að munurinn varð tvö mörk. Valur breytti í 5-1 vörn í seinni hálfleik og tók þá hægt og rólega völdin í leiknum. Framarar voru þó aldrei langt undan og náðu að jafna metin þegar tæpar fjórara mínútur voru til leiksloka, 23-23. En Valsmenn skoruðu síðustu tvö mörkin í leiknum og fögnuðu vel í leikslok enda fyrsti titill vetrarins í húsi. Hildigunnur Einarsdóttir átti góða spretti í liði Vals í kvöld og nýtti öll sjö skot sín utan af vellinum. Hrafnhildur Ósk Skúladóttir var þó sem fyrr burðarásinn í sóknarleik liðsins. Hjá Fram var Guðrún Þóra Hálfdánsdóttir markahæst en hún skoraði öll sín mörk í síðari hálfleik. Annars var sóknarleikur Fram heldur lítilfjörlegur, sér í lagi í síðari hálfleik. Varnarleikurinn var ágætur framan af, en réði ekki við ágæta Valsmenn þegar þeir fóru í gang snemma í síðari hálfleik. Íris Björk varði vel í marki Fram og Jenný Ásmundsdóttir eftir hjá Val eftir að vörn liðsins skánaði til muna í síðari hálfleik.Valur - Fram 25 - 23 (10-12)Mörk Vals (skot): Hrafnhildur Ósk Skúladóttir 8/1 (21/2), Hildigunnur Einarsdóttir 7 (7), Kristín Guðmundsdóttir 4 (14), Ágústa Edda Björnsdóttir 3 (9), Anna Úrsúla Guðmundsdóttir 2 (3), Arndís María Erlingsdóttir 1 (1), Karólína B. Gunnarsdóttir (1), Rebekka Skúladóttir (2).Varin skot: G. Jenný Ásmundsdóttir 12/1 (33/3, 36%), Sigríður A. Ólafsdóttir 1/1 (3/2, 33%).Hraðaupphlaup: 8 (Hildigunnur 3, Kristín 2, Ágústa Edda 1, Hrafnhildur Ósk 1, Anna Úrsúla 1).Fiskuð víti: 2 (Ágústa Edda 1, Íris Ásta 1).Utan vallar: 4 mínútur.Mörk Fram (skot): Guðrún Þóra Hálfdánsdóttir 5 (5), Stella Sigurðardóttir 4/1 (11/2), Hildur Þorgeirsdóttir 4 (9), Karen Knútsdóttir 3/2 (7/3), Sigurbjörg Jóhannsdóttir 3 (5), Pavla Nevalirova 3 (5), Ásta Birna Gunnarsdóttir 1 (4).Varin skot: Íris Björk Símonardóttir 24/1 (49/2, 49%).Hraðaupphlaup: 4 (Stella 1, Sigurbjörg 1, Hildur 1, Pavla 1).Fiskuð víti: 5 (Sigurbjörg 2, Guðrún Þóra 1, Ásta Birna 1, Pavla 1).Utan vallar: 6 mínútur.Dómarar: Anton Gylfi Pálsson og Hlynur Leifsson. Góðir.
Olís-deild kvenna Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti Fleiri fréttir Ekkert vesen á sókninni Líkurnar á að Ísland komist í átta liða úrslit aukist um 66 prósent Bein útsending: Stemmningin hjá Sérsveitinni í Zagreb Orri Freyr er Orri óstöðvandi Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina „Þetta er miklu skemmtilegra“ „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Gætið ykkar: Dodo-skortur en Egypski Omar ætlar að vinna HM Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Mögulega leikþáttur hjá Egyptum „Það er einhver ára yfir liðinu“ „Alltaf óþolandi að klikka“ Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Holland marði Katar Sveinn meiddist á æfingu landsliðsins Nær því að mæta Íslandi eftir magnað langskot í lokin Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Grjóthörð Díana spilaði ristarbrotin Aldrei í sögunni skorað eins fá mörk og gegn Viktori Viktor óskar eftir hárgreiðslumanni í Zagreb „Mér fannst Aron snúa algjörlega okkar sóknarleik við“ Hræddist Alfreð en þarf að horfast í augu við hann í kvöld „Þú þarft að vera dálítið leiðinlegur“ HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Haukar og Valur sluppu við að mætast „Hann á eftir að verða betri, áttiði ykkur á því“ Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Sjá meira