Nýtt myndband CCP slær öllu við Tinni Sveinsson skrifar 6. maí 2010 16:21 Tölvuleikjaframleiðandinn CCP gaf á dögunum út nýtt myndband fyrir EVE Online. Myndböndin frá fyrirtækinu í Grandagarði hafa verið flott hingað til en þetta slær öllu öðru við. Myndbandið er gert til að kynna nýja viðbót við EVE Online sem nefnist Tyrannis og fer í loftið 18. maí. Viðbótin breytir leiknum heilmikið. Spilarar geta nú farið niður á plánetur í EVE-heiminum og byggt á þeim eða nýtt náttúruauðlindir. Búast má við miklu kapphlaupi hjá þeim þrjú hundruð þúsund manns sem spila leikinn þegar opnað verður fyrir þennan möguleika en í síðustu uppfærslu leikjarins var grafíkin á plánetunum einmitt stórbætt. Þá hefur samskiptakerfi EVE einnig verið bætt þannig að spilarar eigi auðveldara með að spjalla saman utan leiks. Með þessu er CCP smám saman að undirbúa jarðveginn fyrir skotleikinn DUST 514, sem vonast er til að komi út á næstu misserum. Starfsmenn CCP í Shanghai stýra vinnu við leikinn en hann verður gefinn út á leikjatölvunni Xbox 360 og/eða á Playstation 3. Leikurinn tengist EVE Online á snilldarlegan hátt en leikmenn þar berjast á jörðu niðri um yfirráð yfir sömu plánetum og eru í EVE og geta haft samráð við spilara í EVE. EVE-spilarar eru einnig mjög spenntir fyrir viðbótinni Incarna sem er í vinnslu. Þá geta þeir farið fótgangandi inn í geimstöðvar og spjallað við hvorn annan í gegnum leikjapersónurnar. Tyrannis-myndbandið er hægt að sjá hér á eveonline.com. Leikjavísir Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Tíska og hönnun Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Lífið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Bíó og sjónvarp Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Fleiri fréttir GameTíví: Skoða gjörbreyttan Warzone Dragon Age Veilguard: Fimmtán ára ævintýri lýkur PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Sverrir Bergmann snýr aftur í GameTíví GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy CCP kynnir nýjan leik til sögunnar COD Black Ops 6: Myrkraverkin hafa sjaldan verið betri Steindi og Gunnar Nelson spila með GameTíví Íslendingar berjast hjá GameTíví GameTíví: Koma vetrarbrautinni til bjargar í Space Marine Until Dawn: Flott endurgerð á hryllilegum leik GameTíví: Jökull leiðir strákana til sigurs Sjá meira
Tölvuleikjaframleiðandinn CCP gaf á dögunum út nýtt myndband fyrir EVE Online. Myndböndin frá fyrirtækinu í Grandagarði hafa verið flott hingað til en þetta slær öllu öðru við. Myndbandið er gert til að kynna nýja viðbót við EVE Online sem nefnist Tyrannis og fer í loftið 18. maí. Viðbótin breytir leiknum heilmikið. Spilarar geta nú farið niður á plánetur í EVE-heiminum og byggt á þeim eða nýtt náttúruauðlindir. Búast má við miklu kapphlaupi hjá þeim þrjú hundruð þúsund manns sem spila leikinn þegar opnað verður fyrir þennan möguleika en í síðustu uppfærslu leikjarins var grafíkin á plánetunum einmitt stórbætt. Þá hefur samskiptakerfi EVE einnig verið bætt þannig að spilarar eigi auðveldara með að spjalla saman utan leiks. Með þessu er CCP smám saman að undirbúa jarðveginn fyrir skotleikinn DUST 514, sem vonast er til að komi út á næstu misserum. Starfsmenn CCP í Shanghai stýra vinnu við leikinn en hann verður gefinn út á leikjatölvunni Xbox 360 og/eða á Playstation 3. Leikurinn tengist EVE Online á snilldarlegan hátt en leikmenn þar berjast á jörðu niðri um yfirráð yfir sömu plánetum og eru í EVE og geta haft samráð við spilara í EVE. EVE-spilarar eru einnig mjög spenntir fyrir viðbótinni Incarna sem er í vinnslu. Þá geta þeir farið fótgangandi inn í geimstöðvar og spjallað við hvorn annan í gegnum leikjapersónurnar. Tyrannis-myndbandið er hægt að sjá hér á eveonline.com.
Leikjavísir Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Tíska og hönnun Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Lífið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Bíó og sjónvarp Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Fleiri fréttir GameTíví: Skoða gjörbreyttan Warzone Dragon Age Veilguard: Fimmtán ára ævintýri lýkur PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Sverrir Bergmann snýr aftur í GameTíví GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy CCP kynnir nýjan leik til sögunnar COD Black Ops 6: Myrkraverkin hafa sjaldan verið betri Steindi og Gunnar Nelson spila með GameTíví Íslendingar berjast hjá GameTíví GameTíví: Koma vetrarbrautinni til bjargar í Space Marine Until Dawn: Flott endurgerð á hryllilegum leik GameTíví: Jökull leiðir strákana til sigurs Sjá meira