Meðfylgjandi myndir voru teknar í útgáfuboði Gissurar Páls Gissurarsonar tenórsöngvara sem fram fór í húsgagnaverslun Pennans við Hallarmúla í gærkvöldi.
Spurður út í nýju plötuna sem ber heitið Ideale sagði Gissur: „Eftir að hafa búið í sjö ár á Ítalíu og tileinkað mér ítalska menningu fannst mér kominn tími til að kynna hana fyrir Íslendingum. Ég held að það sé ekki of mikið sagt að platan sé ítölsk sól í íslensku skammdegi".
Facebooksíða Gissurar.