Lífið

Ilmurinn gerir menn brjálaða

Fergie. MYND/Cover Media
Fergie. MYND/Cover Media

Söngkonan Fergie, 35 ára, segir eiginmann hennar, Josh Duhamel, brjálaðan í nýja ilmvatnið hennar.

The Black Eyed Peas söngkonan setti á markað eigið ilmvatn sem ber heitið Outspoken og nú þegar er ilmurinn vinsæll í Bandaríkjunum um þessar mundir

Fergie er hrifin af ilmvatninu og notar það stöðugt að eigin sögn. Hún heldur því fram að lyktin geri menn bókstaflega brjálaða og að eiginmaður hennar getur ekki látið hana í friði eftir að hún spreyjar því á sig.

„Hann getur ekki hætt að lykta af hálsinum á mér þegar ég er með það," sagði söngkonan.

Fergie er stolt af þvi að hafa þróað ilmvatn sem lyktar ómótstæðilega eins og Outspoken. Hún lagði mikla áherslu á að ilmurinn yrði nákvæmlega eins og hún þráði.

„Ég vildi búa til ilmvatn sem væri eins og tónlistin mín. Ilm sem hefði sögu og persónuleika," sagði Fergie.

Við spáðum fyrir heppnum lesendum Lífsins á Facebooksíðunni okkar i morgun. Vertu með næst.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.