Sport

Ragnheiður bætti sitt eigið Íslandsmet

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ragnheiður Ragnarsdóttir.
Ragnheiður Ragnarsdóttir. Mynd/Valli

Ragnheiður Ragnarsdóttir, sundkona úr KR, setti nýtt Íslandsmet í 100 metra skriðsundi á Íslandsmeistaramótinu í 25 metra laug sem stendur nú yfir í Laugardalslauginni.

Ragnheiður synit á 54,65 sekúndum í úrslitasundinu og bætti sitt eigið frá því fyrir ári síðan. Þetta er sjötti besti tími ársins í Evrópu.

Gamla met Ragnheiðar var 54,76 sekúndur sem hún setti 20. nóvember í fyrra en Ragnheiður synti á 56,64 sekúndum í undanrásunum.

Ingibjörg Kristín Jóndóttir úr SH varð í öðru sæti á 56,48 sekúndum og Snjólaug Tinna Hansdóttir tryggði sér bronsið með því að synda á 58,02 sekúndum.

Ingibjörg Kristín synti undir lágmarki á EM25 sem er 56,60 sekúndur.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×