Nemendaleikhúsið: þrjár stjörnur 21. apríl 2010 10:00 Trúarlegar uppstillingar koma víða fyrir í sviðsetningu Stefáns Baldurssonar í Stræti: Hilmar Jensson og Lára Jóhanna í hlutverkum sínum. *** Leiklist Stræti eftir Jim Cartwright Þýðing: Árni Ibsen Leikmyndahönnun: Vytautas Narbutas. Búningar: Filippía Elísdóttir. Lýsing: Páll Ragnarsson og Björn Bergsteinn Guðmundsson. Tónlist: Vala Gestsdóttir og Arndís Hreiðarsdóttir. Leikstjóri: Stefán Baldursson. Stræti eftir Jim Cartwright hentar að sumu leyti vel sem lokaverkefni fyrir sjömenningana sem eru að klára í leiklistardeild Listaháskólans. Víst ná þau bestum tökum á yngri persónum í verkinu þótt þau takist á við fullorðið fólk og eldri borgara af sömu einbeitingu og þá yngri. Sýningin dreifir verkefnum á allan hópinn og þau sýna vel hvað í þeim býr. Hér vegur bæði hvernig hlutverkin falla í framgangi leiksins og eins hvernig leikstjórinn, Stefán Baldursson, dreifir þeim. Verkið nýtur sín prýðilega í víðu rými á jarðhæð Landsmiðjunnar gömlu sem er skreytt graffi, leikmunir eru fáir og hinn verklegi framgangur sýningarinnar var prýðilega vel heppnaður þótt hún væri víða full gisin í tempói og dytti á köflum niður sem skýrist að hluta af því að leikstjórinn vill láta unga leikendur takast á við mishraða í leiknum sem tekst ágætlega þótt það dragi nokkuð úr agressjóninni í verkinu. Nemendasýningar eru merkilegt einstigi í leikstjórn. Stefán hefur í seinni tíð lent dálitið mikið í að sviðsetja verk um lágan lýð vestrænna samfélaga, ég veit ekki beint hvort það hentar honum best en það er alltaf gaman að sjá verkin hans.Svo má aftur spyrja: verk sem sprettur upp úr eymd norðursvæðanna á Englandi eftir hinn dimma vetur óánægjunnar og verður sumpart inngangur fyrir hópinn sem kenndur er við „inyourface", hvernig dugar það hér og nú svo rækilega sem Strætið reyndist bundið í tíma. Heldur þótti mér það hafa rýrnað. En krakkarnir eru flestallir afbragð í þessum árgangi: kynnirinn Scullery sem Hilmar Jensson leikur af krafti tapaði nokkuð gildi sínu í sýningunni, varð eintóna og dreif engan veginn atburðarásina þótt Hilmar héldi vel um þau fáu spil sem hann hafði á hendi. Nafni hans Guðjónsson lék nokkur hlutverk, óborganlegur sem eldri maður á kvennafari og dauður dáti. Leikur hans í því magnaða hlutverki skinnarans var óravegu frá minnisstæðri túlkun Baltasars fyrir fimmtán árum, stundum eins og kópía af Birni Thors. En þeir eru báðir kraftmiklir og öruggir strákar. Ævar þór Benediktsson sýndi raunar lang fjölbreytilegastan leik: ungur strákur í svelti, gamall maður í ljóma liðinna danshúsa og svo sem ungur uppi í kvennaleit. Stelpurnar fjórar máttu svo vera snöggar í tíðum skiptingum og hoppi milli persóna: Lára Jóhanna Jónsdóttir með opinn og bjartan svip sem stúlka á strákafari og glyðruleg og smámælt í annars konar djammara. Þórunn Arna Kristjánsdóttir óhugnanleg í hlutverki barinnar konu, frökk og fín sem stelpa á djamminu sem greinir möguleikann á að komast burtu, kannski síst sem smástelpugæra. Anna Gunndís Guðmundsdóttir nöturleg bæði sem gömul kona og stúlkubarn, Svandís Dóra Einarsdóttir í hlutverkum miðaldra kvenna af ýmsu standi. Hópurinn er sterkur í skjóli öryggis fjögurra ára samvinnu en svo tekur samkeppnin harða við. Nýnæmið af nýjum andlitum kemur alltaf skemmtilega á óvart þó það sé fyrst í ólgusjó stærri sýninga og smærri þar sem þessir krakkar verða að takast á við þroskaðri listamenn sem við getum greint hvaða töggur eru í þeim. En allt bendir til að í árganginum fáum við krafta sem ættu að duga okkur vel á sviðum næstu áratugina þótt tölfræðin bendi til að einungis helmingur þeirra verði starfandi í leikhúsi næstu áratugi. Sýningar verða fáar næstu vikur og salurinn tekur fáa í sæti svo best er áhugasömum að drífa sig. Sýningaplan er á midi.is og er uppselt á fjórar sýningar í næstu viku. Páll Baldvin Baldvinsson Niðurstaða: Nokkuð rysjótt sýning en með athyglisverðri persónusköpun þótt tíminn hafi rýrt verkið nokkuð. Gagnrýni Leikhús Lífið Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Fleiri fréttir Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira
*** Leiklist Stræti eftir Jim Cartwright Þýðing: Árni Ibsen Leikmyndahönnun: Vytautas Narbutas. Búningar: Filippía Elísdóttir. Lýsing: Páll Ragnarsson og Björn Bergsteinn Guðmundsson. Tónlist: Vala Gestsdóttir og Arndís Hreiðarsdóttir. Leikstjóri: Stefán Baldursson. Stræti eftir Jim Cartwright hentar að sumu leyti vel sem lokaverkefni fyrir sjömenningana sem eru að klára í leiklistardeild Listaháskólans. Víst ná þau bestum tökum á yngri persónum í verkinu þótt þau takist á við fullorðið fólk og eldri borgara af sömu einbeitingu og þá yngri. Sýningin dreifir verkefnum á allan hópinn og þau sýna vel hvað í þeim býr. Hér vegur bæði hvernig hlutverkin falla í framgangi leiksins og eins hvernig leikstjórinn, Stefán Baldursson, dreifir þeim. Verkið nýtur sín prýðilega í víðu rými á jarðhæð Landsmiðjunnar gömlu sem er skreytt graffi, leikmunir eru fáir og hinn verklegi framgangur sýningarinnar var prýðilega vel heppnaður þótt hún væri víða full gisin í tempói og dytti á köflum niður sem skýrist að hluta af því að leikstjórinn vill láta unga leikendur takast á við mishraða í leiknum sem tekst ágætlega þótt það dragi nokkuð úr agressjóninni í verkinu. Nemendasýningar eru merkilegt einstigi í leikstjórn. Stefán hefur í seinni tíð lent dálitið mikið í að sviðsetja verk um lágan lýð vestrænna samfélaga, ég veit ekki beint hvort það hentar honum best en það er alltaf gaman að sjá verkin hans.Svo má aftur spyrja: verk sem sprettur upp úr eymd norðursvæðanna á Englandi eftir hinn dimma vetur óánægjunnar og verður sumpart inngangur fyrir hópinn sem kenndur er við „inyourface", hvernig dugar það hér og nú svo rækilega sem Strætið reyndist bundið í tíma. Heldur þótti mér það hafa rýrnað. En krakkarnir eru flestallir afbragð í þessum árgangi: kynnirinn Scullery sem Hilmar Jensson leikur af krafti tapaði nokkuð gildi sínu í sýningunni, varð eintóna og dreif engan veginn atburðarásina þótt Hilmar héldi vel um þau fáu spil sem hann hafði á hendi. Nafni hans Guðjónsson lék nokkur hlutverk, óborganlegur sem eldri maður á kvennafari og dauður dáti. Leikur hans í því magnaða hlutverki skinnarans var óravegu frá minnisstæðri túlkun Baltasars fyrir fimmtán árum, stundum eins og kópía af Birni Thors. En þeir eru báðir kraftmiklir og öruggir strákar. Ævar þór Benediktsson sýndi raunar lang fjölbreytilegastan leik: ungur strákur í svelti, gamall maður í ljóma liðinna danshúsa og svo sem ungur uppi í kvennaleit. Stelpurnar fjórar máttu svo vera snöggar í tíðum skiptingum og hoppi milli persóna: Lára Jóhanna Jónsdóttir með opinn og bjartan svip sem stúlka á strákafari og glyðruleg og smámælt í annars konar djammara. Þórunn Arna Kristjánsdóttir óhugnanleg í hlutverki barinnar konu, frökk og fín sem stelpa á djamminu sem greinir möguleikann á að komast burtu, kannski síst sem smástelpugæra. Anna Gunndís Guðmundsdóttir nöturleg bæði sem gömul kona og stúlkubarn, Svandís Dóra Einarsdóttir í hlutverkum miðaldra kvenna af ýmsu standi. Hópurinn er sterkur í skjóli öryggis fjögurra ára samvinnu en svo tekur samkeppnin harða við. Nýnæmið af nýjum andlitum kemur alltaf skemmtilega á óvart þó það sé fyrst í ólgusjó stærri sýninga og smærri þar sem þessir krakkar verða að takast á við þroskaðri listamenn sem við getum greint hvaða töggur eru í þeim. En allt bendir til að í árganginum fáum við krafta sem ættu að duga okkur vel á sviðum næstu áratugina þótt tölfræðin bendi til að einungis helmingur þeirra verði starfandi í leikhúsi næstu áratugi. Sýningar verða fáar næstu vikur og salurinn tekur fáa í sæti svo best er áhugasömum að drífa sig. Sýningaplan er á midi.is og er uppselt á fjórar sýningar í næstu viku. Páll Baldvin Baldvinsson Niðurstaða: Nokkuð rysjótt sýning en með athyglisverðri persónusköpun þótt tíminn hafi rýrt verkið nokkuð.
Gagnrýni Leikhús Lífið Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Fleiri fréttir Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira