Körfubolti

Keflavík og Njarðvík komin í undanúrslitin í 23. sinn - eiga metið

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Það verður mikið fjör þegar Jóhann Árni Ólafsson og félagar í Njarðvík mæta Keflavík í undanúrslitunum.
Það verður mikið fjör þegar Jóhann Árni Ólafsson og félagar í Njarðvík mæta Keflavík í undanúrslitunum. Mynd/Daníel
Keflavík og Njarðvík bættu bæði við metið sem þau eiga saman þegar lið félaganna tryggðu sér sæti í undanúrslitum Iceland Express deildar karla í gærkvöldi. Keflavík vann þá öruggan 107-78 sigur á Tindastól en Njarðvík vann 88-72 sigur á Stjörnunni í Garðabænum.

Njarðvíkingar áttu metið þegar Keflvíkingar jöfnuðu það í fyrra með því að slá Njarðvíkurliðið út úr átta liða úrslitunum en það var þá annað árið í röð sem Njarðvík var sópað út úr fyrstu umferð.

Njarðvíkingar hafa verið með í öllum undanúslitum í sögu úrslitakeppninnar nema 1993 (komust ekki í úrslitakeppnina), 2005 (duttu út fyrir ÍR í 8 liða úrslitum), 2008 (duttu út fyrir Snæfelli í 8 liða úrslitum) og 2009 (duttu út fyrir Keflavík í 8 liða úrslitum).

Keflvíkingar voru ekki með í tveimur fyrstu úrslitakeppnunum (1984 og 1985) en hafa síðan verið með í öllum undanúslitum í úrslitakeppninnar nema 2000 (duttu út fyrir Grindavík í 8 liða úrslitum) og 2007 (duttu út fyrir Snæfelli í 8 liða úrslitum).

Flest ár í undanúrslitum úrslitakeppni karla 1984-2010:

23 Keflavík

23 Njarðvík

16 KR

15 Grindavík

7 Haukar

7 Valur

6 Snæfell

3 Skallagrímur

2 ÍA

2 ÍR

2 Tindastóll

1 KFÍ

1 Fjölnir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×