Viðskipti erlent

Evran stöðug eftir neyðarhjálp til Írlands

Evran hefur verið stöðug á gjaldeyrismörkuðum í morgun í kjölfar þess að tilkynnt var um að samið hefði verið um 85 milljarða evra neyðaraðstoð til Írlands.

Í frétt um málið á BBC segir að raunar hafi evran styrkst um 0,4% gagnvart dollar í morgun. Þá eru hlutabréfamarkaðir einnig í jafnvægi en helstu vísitölur á þeim hafa hækkað lítilega í morgun. FTSE vísitalan í London hefur hækkað um 0,37%, Dax í Frankfurt um 0,27% og Cac 40 í París um 0,52%.

Gengi hluta í írsku bönkunum er í uppsveiflu. Þannig hafa hlutir í Bank of Ireland hækkað um 17% og hlutir í Allied Irish Banks um 8% það sem af er morgni.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×