Lífið

Júlí Heiðar í samkeppni við KK

Júlí Heiðar Halldórsson
Júlí Heiðar Halldórsson
Popparinn Júlí Heiðar Halldórsson hefur samið lag um þjóðhátíð í Eyjum og er nýtt myndband við það komið inn á Youtube. Fetar hann þar í fótspor KK sem hefur þegar samið hið opinbera þjóðhátíðarlag í ár, ballöðuna Viltu elska mig á morgun.

Júlí hefur vakið hneykslan fyrir grófa texta sína en þjóðhátíðarlagið, sem heitir einfaldlega Á þjóðhátíð, er aftur á móti sárasaklaust kassagítarlag. Lagið samdi hann í fyrra áður en hann fór í fyrsta sinn á þjóðhátíð. „Ég samdi þetta frá grunni sjálfur og mér finnst textinn vera góður. Eins og ummælin sem eru búin að koma á Youtube þá er fólk ekki beint að fíla KK-lagið. Það vill frekar hafa þetta sem þjóðhátíðarlagið í ár," segir Júlí Heiðar, sem er engu síður ánægður með lag KK. „Mér finnst það svakalega fallegt lag en ég persónulega er ekkert geðveikt hrifinn af því sem þjóðhátíðarlagi. Ég fæ enga stemningu frá því en það er samt fallegt lag og vel gert. Mitt er bara píanó og gítar, frekar útilegulegt. Allir geta lært það, tekið upp gítarinn í útilegu og spilað."

Myndband við lagið var tekið upp í Eyjum á dögunum og verður það sýnt í Herjólfi alla verslunarmannahelgina. Sjálfur ætlar Júlí til Eyja um helgina og að sjálfsögðu fer hann með Herjólfi. „Ég ætla að taka „jólfinn" og horfa á sjálfan mig í sjónvarpinu. Það er alltaf mjög vandræðalegt að hlusta á sjálfan sig í útvarpi eða horfa á sig í myndbandi. Mér líður alltaf eins og hálfvita," segir hann.

- fb






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.