Lífið

Klippti hárið til að fá hlutverkið

Emma Watson. MYND/Cover Media
Emma Watson. MYND/Cover Media

Ekki er búið að ráða í hlutverk tölvuhakkarans Lisbeth Salander fyrir bandarísku útgáfuna af Karlar sem hata konur eftir Stieg Larsson.

Nánast daglega berast fregnir af ungum Hollywood-stirnum sem keppast um að hreppa hnossið.

Nú síðast lét Harry Potter stjarna, leikkonan Emma Watson, klippa á sig drengjakoll fyrir áheyrnarprófið, því hún þráir fátt annað en að leika Lisbeth.

Leikkonurnar Kristen Stewart, Carey Mulligan og Ellen Page eru meðal þeirra sem koma til greina.

Leikstjórinn David Fincher hefur nú þegar ráðið Daniel Craig sem Mikael Blomkvist og Robin Wright í hlutvek Eriku Berger.

Við spáðum fyrir heppnum lesendum Lífsins í morgun á Facebook síðunni okkar. Vertu með næst.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.