Viðskipti erlent

Holskefla gjaldþrota hjá fyrirtækjum ríður yfir Danmörku

Holskefla af gjaldþrotum smærri og meðalstórra fyrirtækja ríður nú yfir Danmörku.

Samkvæmt tölum frá dönsku hagstofunni höfðu tæplega 4.500 fyrirtæki orðið gjaldþrota í landinu frá áramótum til ágústloka og í 90% tilvika var um að ræða fyrirtæki með veltu undir 15 milljónum danskra króna eða rúmlega 300 milljóna króna.

Í frétt um málið á vefsíðu Berlingske Tidende segir að ekkert útlit sé fyrir að það dragi úr þessum gjaldþrotum fram á næsta ár.

Ein af ástæðunum fyrir þessum gjaldþrotum hefur verið tregða danskra banka að veita fyrirtækjunum ný lán í kreppunni.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×