Umfjöllun: Akureyringar lengi að klára Aftureldingu Hjalti Þór Hreinsson á Akureyri skrifar 7. október 2010 20:50 Akureyri er með fullt hús stiga í N1-deild karla eftir tvær umferðir. Það vann nýliða Aftureldingar 28-23 á heimavelli sínum í kvöld.Hafþór Einarsson stóð í marki Aftureldingar gegn sínu gamla félagi. Þá spilaði Hörður Fannar Sigþórsson sinn 100. leik fyrir Akureyri en hann er leikjahæsti leikmaður félagsins. Gestirnir byrjuðu vel og komust í 1-3 og 2-4 en Akureyri komst betur og betur inn í leikinn. Það komst í 7-5 en staðan var svo 9-9. Þá fór að síga á milli eftir að Akureyri breytti um vörn, fór úr 6-0 í 5-1. Akureyri var þá 10-9 yfir en komst í 13-10 en hálfleikstölur voru 15-12. Bæði lið voru oft á tíðum kærulaus í sóknaraðgerðum sínum.Bjarni Fritzson skoraði sjö mörk fyrir Akureyri í fyrri hálfleik, fjögur úr vítum. Eftir að liðið breytti um vörn náði það að keyra upp hraðann sem er einn helsti styrkur þess. Með Odd og Bjarna í hraðaupphlaupum er liðið ógnvænlega hratt en það skoraði þó aðeins þrjú mörk úr hraðaupphlaupum í fyrri hálfleik. Bjarni Aron Þórðarson er augljóslega sterkur leikmaður, en kannski helst til villtur. Með smá slípun getur hann náð langt. Hann er mjög sterkur og með góðar hreyfingar. Hann skoraði þó til að mynda aðeins tvö mörk úr tíu skotum í fyrri hálfleik. Hann stóð sig vel í vörninni.Akureyringar héldu áfram á sömu braut í upphafi seinni hálfleiks og keyrðu yfir Mosfellinga. Þeir komust í 21-13 áður en gestirnir skoruðu fjögur mörk í röð. Hafþór kom aftur í markið hjá þeim og var góður. Brodd vantaði þó í sóknina og Akureyri hélt forystu sinni. Gestirnir breyttu stöðunni úr 23-17 í 24-21 og voru með boltann en þá varði Sveinbjörn og Akureyri skoraði á ný. Eftir það var eftirleikurinn auðveldur fyrir Akureyri sem vann að lokum fimm marka sigur. Lið Akureyrar spilaði ágætan handbolta en það náði ekki að keyra upp hraðann á nógu löngum köflum. Gegn HK keyrði það yfir andstæðinginn og kláraði leikinn en í kvöld hleypti það Aftureldingu nálægt sér. Það er gömul saga á Akureyri en nú er nýr þjálfari í brúnni, þetta er eitthvað sem liðið má ekki taka upp aftur. Sveinbjörn Pétursson var góður í markinu en Uxinn, Stefán Guðnason, kom ekkert við sögu við litla hrifningu áhorfenda sem hreinlega elska hinn stóra og stæðilega markmann. Bjarni var góður og manna bestur í kvöld. Oddur var einnig sterkur og Hörður Fannar líka. Sveinbjörn varði vel í markinu. Lið Aftureldingar er óslípað og það skortir reynslu en í því eru nokkrir góðir leikmenn. Bjarni er sterkur og þá var Eyþór Vestmann ágætur. Arnar Theodórsson var þó bestur. @font-face { font-family: "Times"; }@font-face { font-family: "Cambria"; }p.MsoNormal, li.MsoNormal, div.MsoNormal { margin: 0cm 0cm 0.0001pt; font-size: 12pt; font-family: "Times New Roman"; }div.Section1 { page: Section1; }Akureyri - Afturelding 28 - 23 (15-12) Mörk Akureyrar (skot): Bjarni Fritzson 9/4 (12/5), Guðmundur Hólmar Helgason 5 (11), Oddur Gretarsson 5 (11), Geir Guðmundsson 4 (5), Hörður Fannar Sigþórsson 3 (4), Heimir Örn Árnason 2 (4).Varin skot: Sveinbjörn Pétursson 16/2 (39/5, 41%).Hraðaupphlaup: 5 (Heimir 2, Oddur, Bjarni, Hörður,).Fiskuð víti: 5 (Guðmundur 2, Heimir, Oddur, Hörður).Utan vallar: 14 mínútur.Mörk Aftureldingar (skot): Arnar Theódórsson 5 (8/1), Ásgeir Jónsson 4 (4), Eyþór Vestmann 3 (13), Bjarni Aron Þórðarson 3 (16), Jón Andri Helgason 2 (2), Reynir Árnason 2 (2), Þorlákur Sigurjónsson 2 (3), Fannar Rúnarsson 1 (1), Jóhann Jóhannsson 1/1 (7/3).Varin skot: Hafþór Einarsson 12 (31, 39%), Smári Guðfinnsson 2 (11/1, 18%).Hraðaupphlaup: 6 (Ásgeir 2, Eyþór, Jón, Þorlákur, Fannar).Fiskuð víti: 3 (Jóhann 2, Bjarni).Utan vallar: 8 mínútur.Dómarar: Gísli Jóhannsson og Hafsteinn Ingibergsson. Olís-deild karla Mest lesið Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Sport Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Fótbolti Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti Fleiri fréttir Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Sjá meira
Akureyri er með fullt hús stiga í N1-deild karla eftir tvær umferðir. Það vann nýliða Aftureldingar 28-23 á heimavelli sínum í kvöld.Hafþór Einarsson stóð í marki Aftureldingar gegn sínu gamla félagi. Þá spilaði Hörður Fannar Sigþórsson sinn 100. leik fyrir Akureyri en hann er leikjahæsti leikmaður félagsins. Gestirnir byrjuðu vel og komust í 1-3 og 2-4 en Akureyri komst betur og betur inn í leikinn. Það komst í 7-5 en staðan var svo 9-9. Þá fór að síga á milli eftir að Akureyri breytti um vörn, fór úr 6-0 í 5-1. Akureyri var þá 10-9 yfir en komst í 13-10 en hálfleikstölur voru 15-12. Bæði lið voru oft á tíðum kærulaus í sóknaraðgerðum sínum.Bjarni Fritzson skoraði sjö mörk fyrir Akureyri í fyrri hálfleik, fjögur úr vítum. Eftir að liðið breytti um vörn náði það að keyra upp hraðann sem er einn helsti styrkur þess. Með Odd og Bjarna í hraðaupphlaupum er liðið ógnvænlega hratt en það skoraði þó aðeins þrjú mörk úr hraðaupphlaupum í fyrri hálfleik. Bjarni Aron Þórðarson er augljóslega sterkur leikmaður, en kannski helst til villtur. Með smá slípun getur hann náð langt. Hann er mjög sterkur og með góðar hreyfingar. Hann skoraði þó til að mynda aðeins tvö mörk úr tíu skotum í fyrri hálfleik. Hann stóð sig vel í vörninni.Akureyringar héldu áfram á sömu braut í upphafi seinni hálfleiks og keyrðu yfir Mosfellinga. Þeir komust í 21-13 áður en gestirnir skoruðu fjögur mörk í röð. Hafþór kom aftur í markið hjá þeim og var góður. Brodd vantaði þó í sóknina og Akureyri hélt forystu sinni. Gestirnir breyttu stöðunni úr 23-17 í 24-21 og voru með boltann en þá varði Sveinbjörn og Akureyri skoraði á ný. Eftir það var eftirleikurinn auðveldur fyrir Akureyri sem vann að lokum fimm marka sigur. Lið Akureyrar spilaði ágætan handbolta en það náði ekki að keyra upp hraðann á nógu löngum köflum. Gegn HK keyrði það yfir andstæðinginn og kláraði leikinn en í kvöld hleypti það Aftureldingu nálægt sér. Það er gömul saga á Akureyri en nú er nýr þjálfari í brúnni, þetta er eitthvað sem liðið má ekki taka upp aftur. Sveinbjörn Pétursson var góður í markinu en Uxinn, Stefán Guðnason, kom ekkert við sögu við litla hrifningu áhorfenda sem hreinlega elska hinn stóra og stæðilega markmann. Bjarni var góður og manna bestur í kvöld. Oddur var einnig sterkur og Hörður Fannar líka. Sveinbjörn varði vel í markinu. Lið Aftureldingar er óslípað og það skortir reynslu en í því eru nokkrir góðir leikmenn. Bjarni er sterkur og þá var Eyþór Vestmann ágætur. Arnar Theodórsson var þó bestur. @font-face { font-family: "Times"; }@font-face { font-family: "Cambria"; }p.MsoNormal, li.MsoNormal, div.MsoNormal { margin: 0cm 0cm 0.0001pt; font-size: 12pt; font-family: "Times New Roman"; }div.Section1 { page: Section1; }Akureyri - Afturelding 28 - 23 (15-12) Mörk Akureyrar (skot): Bjarni Fritzson 9/4 (12/5), Guðmundur Hólmar Helgason 5 (11), Oddur Gretarsson 5 (11), Geir Guðmundsson 4 (5), Hörður Fannar Sigþórsson 3 (4), Heimir Örn Árnason 2 (4).Varin skot: Sveinbjörn Pétursson 16/2 (39/5, 41%).Hraðaupphlaup: 5 (Heimir 2, Oddur, Bjarni, Hörður,).Fiskuð víti: 5 (Guðmundur 2, Heimir, Oddur, Hörður).Utan vallar: 14 mínútur.Mörk Aftureldingar (skot): Arnar Theódórsson 5 (8/1), Ásgeir Jónsson 4 (4), Eyþór Vestmann 3 (13), Bjarni Aron Þórðarson 3 (16), Jón Andri Helgason 2 (2), Reynir Árnason 2 (2), Þorlákur Sigurjónsson 2 (3), Fannar Rúnarsson 1 (1), Jóhann Jóhannsson 1/1 (7/3).Varin skot: Hafþór Einarsson 12 (31, 39%), Smári Guðfinnsson 2 (11/1, 18%).Hraðaupphlaup: 6 (Ásgeir 2, Eyþór, Jón, Þorlákur, Fannar).Fiskuð víti: 3 (Jóhann 2, Bjarni).Utan vallar: 8 mínútur.Dómarar: Gísli Jóhannsson og Hafsteinn Ingibergsson.
Olís-deild karla Mest lesið Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Sport Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Fótbolti Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti Fleiri fréttir Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Sjá meira