Karamellurnar Atli Fannar Bjarkarson skrifar 3. júlí 2010 06:15 Sykur er ógeðslegur og síðustu vikur hef ég reynt að borða minna af honum. Ég borða voðalega lítið nammi, þannig að ég þarf ekki að hafa áhyggjur af því að skera niður neyslu á Lindubuffi og fílakaramellum. Ég er hins vegar búinn að vera háður gosdrykkjum lengi. Eina sem ég lét mig dreyma um sem barn var að eiga ísskáp fullan af litlum gosdósum en það endurspeglar grátlegt metnaðarleysi mitt gagnvart því sem hefur raunverulega merkingu í lífinu. Ég þurfti því aðeins að ráðast í kvalarfullum og hugsanlega lífshættulegan niðurskurð á Kóki. Ég þoli ekki öfgar. Þess vegna ákvað ég að það væri ekki tímabært að hætta alveg að drekka gos. Eftir að hafa legið yfir málinu klukkustundum saman, reiknað út áhættuþætti, kostnað og hugsanlegan ávinning ákvað ég að hætta að drekka kók með mat. Á virkum dögum. Í staðinn drekk ég vatn og horfi dreymandi á jökulkaldar kókdósir sadistanna sem vinna með mér, en þeim þykir fátt skemmtilegra en að stilla dósunum upp þannig að ég sjái að þær séu kaldar. Og girnilegar. Ómótstæðilegar. Líkami minn hefur gert þetta litla verkefni að mannýgri þrautagöngu. Áður en átakið hófst mundi ég ekki eftir að hafa keypt mér súkkulaði árum saman. Í dag byrja ég að hugsa um lostafullt kynlíf með hópi súkkulaðihjúpaðra karamella með lakkrís í stað augna aðeins tveimur mínútum eftir að ég klára hádegismatinn. Ég reyni að halda einbeitingu á meðan karamellurnar baða mig í blíðu sinni og ég ranka ekki við mér fyrr en sælgætissjálfsalinn á neðri hæðinni þakkar mér fyrir viðskiptin. Þar með líkur kvölinni tímabundið. Eftir kvöldmat tekur sama við. Ég hef verið latur við eldamennsku upp á síðkastið og kem því yfirleitt með tilbúinn mat heim. Eftir að ég klára hann og þamba síðasta vatnssopann byrja karamellurnar að ásækja mig. Þær velta mér upp úr kurluðum lakkrís á meðan þær mata mig alls kyns framandi sælgæti. Þetta er nýtt fyrir mér. Ég er upplifa tilfinningar sem ég þekki ekki og það er gera útaf við mig. einu sinni var ég frjáls. Ég drakk kók með hverri máltíð og hló af sælgætisfíkn fólks. Nammibarir voru í mínum huga samkomustaðir barna og ólettra kvenna. Svona eins og innisundlaugar. Ég gat farið út í sjoppu og horft yfirlætislega á sælgætisúrvalið sem, þrátt fyrir litadýrð og fögur fyrirheit, freistaði mín ekki. En í dag er öldin önnur. Ég er hættur að drekka gos og hef misst stjórn á líkama mínum. Niðurstaðan er sú að Kók hefur sjórnað lífi mínu síðustu ár. Nú þegar líkaminn hefur tekið við stjórninni er allt komið í rugl. Guð hjálpi mér. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Atli Fannar Bjarkason Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Biðin eftir leigubíl Elín Anna Gísladóttir Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun
Sykur er ógeðslegur og síðustu vikur hef ég reynt að borða minna af honum. Ég borða voðalega lítið nammi, þannig að ég þarf ekki að hafa áhyggjur af því að skera niður neyslu á Lindubuffi og fílakaramellum. Ég er hins vegar búinn að vera háður gosdrykkjum lengi. Eina sem ég lét mig dreyma um sem barn var að eiga ísskáp fullan af litlum gosdósum en það endurspeglar grátlegt metnaðarleysi mitt gagnvart því sem hefur raunverulega merkingu í lífinu. Ég þurfti því aðeins að ráðast í kvalarfullum og hugsanlega lífshættulegan niðurskurð á Kóki. Ég þoli ekki öfgar. Þess vegna ákvað ég að það væri ekki tímabært að hætta alveg að drekka gos. Eftir að hafa legið yfir málinu klukkustundum saman, reiknað út áhættuþætti, kostnað og hugsanlegan ávinning ákvað ég að hætta að drekka kók með mat. Á virkum dögum. Í staðinn drekk ég vatn og horfi dreymandi á jökulkaldar kókdósir sadistanna sem vinna með mér, en þeim þykir fátt skemmtilegra en að stilla dósunum upp þannig að ég sjái að þær séu kaldar. Og girnilegar. Ómótstæðilegar. Líkami minn hefur gert þetta litla verkefni að mannýgri þrautagöngu. Áður en átakið hófst mundi ég ekki eftir að hafa keypt mér súkkulaði árum saman. Í dag byrja ég að hugsa um lostafullt kynlíf með hópi súkkulaðihjúpaðra karamella með lakkrís í stað augna aðeins tveimur mínútum eftir að ég klára hádegismatinn. Ég reyni að halda einbeitingu á meðan karamellurnar baða mig í blíðu sinni og ég ranka ekki við mér fyrr en sælgætissjálfsalinn á neðri hæðinni þakkar mér fyrir viðskiptin. Þar með líkur kvölinni tímabundið. Eftir kvöldmat tekur sama við. Ég hef verið latur við eldamennsku upp á síðkastið og kem því yfirleitt með tilbúinn mat heim. Eftir að ég klára hann og þamba síðasta vatnssopann byrja karamellurnar að ásækja mig. Þær velta mér upp úr kurluðum lakkrís á meðan þær mata mig alls kyns framandi sælgæti. Þetta er nýtt fyrir mér. Ég er upplifa tilfinningar sem ég þekki ekki og það er gera útaf við mig. einu sinni var ég frjáls. Ég drakk kók með hverri máltíð og hló af sælgætisfíkn fólks. Nammibarir voru í mínum huga samkomustaðir barna og ólettra kvenna. Svona eins og innisundlaugar. Ég gat farið út í sjoppu og horft yfirlætislega á sælgætisúrvalið sem, þrátt fyrir litadýrð og fögur fyrirheit, freistaði mín ekki. En í dag er öldin önnur. Ég er hættur að drekka gos og hef misst stjórn á líkama mínum. Niðurstaðan er sú að Kók hefur sjórnað lífi mínu síðustu ár. Nú þegar líkaminn hefur tekið við stjórninni er allt komið í rugl. Guð hjálpi mér.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun