Lífið

Eva Longoria íhugar ættleiðingu

Eva Longoria. MYND/Cover Media
Eva Longoria. MYND/Cover Media

Leikkonan Eva Longoria Parker, 35 ára, og eiginmaður hennar, körfuboltamaðurinn Tony Parker, 28 ára, eru alvarlega að íhuga að ættleiða tvö börn.

„Eva er ættuð úr stórri fjölskyldu og hefur alltaf þráð að eignast eigin fjölskyldu. Hún og Tony hafa reynt lengi að eignast börn en ekkert gengur í þeim efnum," er haft eftir nánum vini þeirra.

„Tony og Eva hafa svo mikla þörf fyrir að gefa af sér. Þau vilja veita börnum tækifæri á að alast upp við ástríkar aðstæður hjá þeim og óteljandi tækifæri sem þau sjálf fengu ekki að kynnast," sagði fyrrnefndur vinur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.