Frank, Frímann og Friðrik saman á Laundromat 22. janúar 2010 06:00 Tveir góðir Frímann og Frank fyrir framan Laundromat-kaffihúsið í Kaupmannahöfn sem Friðrik Weisshappel rekur. „Þetta var alveg hrikalega skemmtilegt, ekki síst vegna þess að ég er búinn að fylgjast með Frímanni frá því að hann byrjaði,“ segir Friðrik Weisshappel, veitingamaður í Kaupmannahöfn. Hann fékk óvænta gesti til sín á þriðjudag þegar sjálfur Frímann Gunnarsson, leikinn af Gunnari Hanssyni, birtist í dyragátt Laundromat-kaffihússins með sjálfan Frank Hvam upp á arminn, aðalstjörnuna úr Klovn-þáttunum vinsælu. Frímann og Frank voru þarna að taka upp atriði fyrir sjónvarpsþátt sem Gunnar og bróðir hans, Ragnar, eru að vinna að og á að fjalla um sýn Frímanns á skandinavískan húmor. Frímann, þessi fremur pirrandi sjónvarpsmaður, mun heimsækja grínista frá öllum Norðurlöndunum en það er Jón Gnarr sem kryfur íslenskan húmor fyrir hönd landsins. Friðrik segir að starfsfólkið hafi fengið stjörnur í augun þegar það sá hver var mættur enda Hvam hálfgerð ofurstjarna í Danmörku. „Nýi starfsmannastjórinn féll næstum í yfirlið yfir þessu,“ segir Friðrik og hlær. Veitingamaðurinn fékk sjálfur lítið hlutverk, lék þjón í einu atriðinu og tókst víst ákaflega vel upp með það, að eigin sögn. „Þetta var bara mikil upplifun, Gunnar var í gervinu allan tímann og gestirnir höfðu alveg ótrúlega gaman af þessu,“ útskýrir Friðrik en hann og Frank ræddu mikið saman um Ísland enda Klovn-stjarnan mikill Íslandsvinur líkt og félagi hans, Casper Christiansen. Fréttablaðið hafði samband við Gunnar sem þá var að snæða hádegisverð í Kaupmannahöfn. Hann segir að tökurnar hafi gengið alveg ótrúlega vel. „Það hjálpar líka mikið að hafa svona mann eins og Frank, maður nefnir bara nafnið hans og þá opnast allar dyr,“ segir Gunnar en tökuliðið hefur verið á þeysingi úti um alla Kaupmannahöfn. Gunnar á ekki nægilega sterk lýsingarorð til að lýsa því hversu mikill hæfileikamaður Frank er. „Hann er búinn að vera gjörsamlega frábær, eiginlega framar öllum vonum.“ Reyndar er Frank mikill áhugamaður um handbolta og bauð tökuliðinu heim til sín þegar Ísland átti leik við Serba. Gunnar segir Frank alveg hundrað prósent viss um að Danir muni sigra Íslendinga í leik liðanna á laugardaginn. „Því miður komum við heim á morgun [í dag] því það hefði verið gaman að vera með honum þegar „strákarnir okkar“ vinna danska liðið,“ segir Gunnar. freyrgigja@frettabladid.is Íslandsvinir Mest lesið Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Tíska og hönnun Hafa aldrei rifist Lífið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið Viltu vinna skemmtilegar gjafir fyrir sumardaginn fyrsta? Lífið samstarf Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Fleiri fréttir Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Sjá meira
„Þetta var alveg hrikalega skemmtilegt, ekki síst vegna þess að ég er búinn að fylgjast með Frímanni frá því að hann byrjaði,“ segir Friðrik Weisshappel, veitingamaður í Kaupmannahöfn. Hann fékk óvænta gesti til sín á þriðjudag þegar sjálfur Frímann Gunnarsson, leikinn af Gunnari Hanssyni, birtist í dyragátt Laundromat-kaffihússins með sjálfan Frank Hvam upp á arminn, aðalstjörnuna úr Klovn-þáttunum vinsælu. Frímann og Frank voru þarna að taka upp atriði fyrir sjónvarpsþátt sem Gunnar og bróðir hans, Ragnar, eru að vinna að og á að fjalla um sýn Frímanns á skandinavískan húmor. Frímann, þessi fremur pirrandi sjónvarpsmaður, mun heimsækja grínista frá öllum Norðurlöndunum en það er Jón Gnarr sem kryfur íslenskan húmor fyrir hönd landsins. Friðrik segir að starfsfólkið hafi fengið stjörnur í augun þegar það sá hver var mættur enda Hvam hálfgerð ofurstjarna í Danmörku. „Nýi starfsmannastjórinn féll næstum í yfirlið yfir þessu,“ segir Friðrik og hlær. Veitingamaðurinn fékk sjálfur lítið hlutverk, lék þjón í einu atriðinu og tókst víst ákaflega vel upp með það, að eigin sögn. „Þetta var bara mikil upplifun, Gunnar var í gervinu allan tímann og gestirnir höfðu alveg ótrúlega gaman af þessu,“ útskýrir Friðrik en hann og Frank ræddu mikið saman um Ísland enda Klovn-stjarnan mikill Íslandsvinur líkt og félagi hans, Casper Christiansen. Fréttablaðið hafði samband við Gunnar sem þá var að snæða hádegisverð í Kaupmannahöfn. Hann segir að tökurnar hafi gengið alveg ótrúlega vel. „Það hjálpar líka mikið að hafa svona mann eins og Frank, maður nefnir bara nafnið hans og þá opnast allar dyr,“ segir Gunnar en tökuliðið hefur verið á þeysingi úti um alla Kaupmannahöfn. Gunnar á ekki nægilega sterk lýsingarorð til að lýsa því hversu mikill hæfileikamaður Frank er. „Hann er búinn að vera gjörsamlega frábær, eiginlega framar öllum vonum.“ Reyndar er Frank mikill áhugamaður um handbolta og bauð tökuliðinu heim til sín þegar Ísland átti leik við Serba. Gunnar segir Frank alveg hundrað prósent viss um að Danir muni sigra Íslendinga í leik liðanna á laugardaginn. „Því miður komum við heim á morgun [í dag] því það hefði verið gaman að vera með honum þegar „strákarnir okkar“ vinna danska liðið,“ segir Gunnar. freyrgigja@frettabladid.is
Íslandsvinir Mest lesið Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Tíska og hönnun Hafa aldrei rifist Lífið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið Viltu vinna skemmtilegar gjafir fyrir sumardaginn fyrsta? Lífið samstarf Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Fleiri fréttir Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið