Furðu lostinn yfir ritskoðun á Myspace 12. ágúst 2010 12:00 Hjörtur er að eigin sögn undir stífu eftirliti hjá stjórnendum Myspace-síðunnar. fréttablaðið/gva „Ég er furðu lostinn og skil ekki hvað er í gangi,“ segir tónlistarmaðurinn Hjörtur Geirsson, sem er að eigin sögn undir stífu eftirliti hjá stjórnendum Myspace-tónlistarsíðunnar. „Það er ekki heimilt að segja hvað sem er á Myspace. Ég er búinn að reka mig á ótrúlega hluti í sambandi við það,“ segir Hjörtur. Hann fékk á sínum tíma verðlaun fyrir þrjú lög sem hann sendi í lagasmíðakeppni hjá Paramount í Bandaríkjunum og þau voru í framhaldinu gefin út á safnplötu. Hann hefur gefið út tvær sólóplötur og kom sú síðari, The Flow, út árið 2007. Hjörtur hefur átt í erfiðleikum með að birta myndbönd á síðunni sinni, sem hefur ekki gerst á Facebook og Youtube. „Ég fékk það á tilfinninguna að það væri verið að ritskoða mig,“ segir hann og telur að ekki megi rita orðið „censor“ (ritskoðun) á síðunni. Ekki megi heldur tala þar illa um kennara. „Þetta er alveg með ólíkindum. Það er eins og þeir séu að fylgjast með hverju orði sem ég skrifa.“ Hjörtur segir þetta bagalegt enda notar hann Myspace til að koma tónlist sinni á framfæri úti í hinum stóra heimi. Hann hefur íhugað að hætta með síðuna en vill ekki gefast upp fyrr en í fulla hnefana. „Ég sendi þeim skilaboð og var mjög reiður. Þeir hafa ekki svarað mér en ég hef alveg eins búist við því að þeir sendi mér skilaboð um að þeir ætli að loka þessu.“ Þrátt fyrir vandræðin er Hjörtur enn á fullu í tónlistinni því nýlega var hann beðin um að semja fjögur lög fyrir jafnmarga kántrítónlistarmenn í Nashville, eða þau Blake Shelton, Adrianna Freeman, Lucas Hoge og Wynona. - fb Mest lesið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Stefán Einar og Sara Lind í sundur Lífið Elti ástina til Íslands Tónlist Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Gagnrýni Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Lífið Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Lífið Fleiri fréttir Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Sjá meira
„Ég er furðu lostinn og skil ekki hvað er í gangi,“ segir tónlistarmaðurinn Hjörtur Geirsson, sem er að eigin sögn undir stífu eftirliti hjá stjórnendum Myspace-tónlistarsíðunnar. „Það er ekki heimilt að segja hvað sem er á Myspace. Ég er búinn að reka mig á ótrúlega hluti í sambandi við það,“ segir Hjörtur. Hann fékk á sínum tíma verðlaun fyrir þrjú lög sem hann sendi í lagasmíðakeppni hjá Paramount í Bandaríkjunum og þau voru í framhaldinu gefin út á safnplötu. Hann hefur gefið út tvær sólóplötur og kom sú síðari, The Flow, út árið 2007. Hjörtur hefur átt í erfiðleikum með að birta myndbönd á síðunni sinni, sem hefur ekki gerst á Facebook og Youtube. „Ég fékk það á tilfinninguna að það væri verið að ritskoða mig,“ segir hann og telur að ekki megi rita orðið „censor“ (ritskoðun) á síðunni. Ekki megi heldur tala þar illa um kennara. „Þetta er alveg með ólíkindum. Það er eins og þeir séu að fylgjast með hverju orði sem ég skrifa.“ Hjörtur segir þetta bagalegt enda notar hann Myspace til að koma tónlist sinni á framfæri úti í hinum stóra heimi. Hann hefur íhugað að hætta með síðuna en vill ekki gefast upp fyrr en í fulla hnefana. „Ég sendi þeim skilaboð og var mjög reiður. Þeir hafa ekki svarað mér en ég hef alveg eins búist við því að þeir sendi mér skilaboð um að þeir ætli að loka þessu.“ Þrátt fyrir vandræðin er Hjörtur enn á fullu í tónlistinni því nýlega var hann beðin um að semja fjögur lög fyrir jafnmarga kántrítónlistarmenn í Nashville, eða þau Blake Shelton, Adrianna Freeman, Lucas Hoge og Wynona. - fb
Mest lesið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Stefán Einar og Sara Lind í sundur Lífið Elti ástina til Íslands Tónlist Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Gagnrýni Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Lífið Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Lífið Fleiri fréttir Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“