Lífið

Sandra toppar þær allar

Sandra Bullock. MYND/Cover Media
Sandra Bullock. MYND/Cover Media

Sandra Bullock, 46 ára, er hæstlaunaðasta leikkonan samkvæmt lista Forbes tímaritsins yfir tekjuhæstu leikkonur í Hollywood.

Tekjur Söndru á tímabilinu júní 2009 til júní 2010 nema 56 milljón dollurum.

Þá má nefna kvikmyndir þar sem Sandra fór með aðalhlutverkin eins og The Proposal, sem þénaði 320 million dollara og The Blind Side, sem halaði inn 310 milljón dollara.

Reese Witherspoon og Cameron Diaz þénuðu 32 milljónir bæði í nafni leiklistarinnar og ýmissa auglýsingasamninga sem þær gerðu á tímabilinu.

Þá þénaði Jennifer Aniston 27 milljónir dollara og næst á eftir henni á Forbes listanum er Sex and the City stjarnan Sarah Jessica Parker sem þénaði 25 milljón dollara.

Julia Roberts og Angelina Jolie verma fimmta sætið með 20 milljónir dollara hvor.

 

Forbes listinn topp#5



1. Sandra Bullock, $56 milljónir

2. Reese Witherspoon, $32 milljónir

2. Cameron Diaz, $32 milljónir

3. Jennifer Aniston, $27 milljónir

4. Sara Jessica Parker $25 milljónir

5. Julia Roberts, $20 milljónir

5. Angelina Jolie, $20 milljónir





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.