Vantar skilgreiningar á alvarlegu slysi 29. júní 2010 18:42 Formaður Tannlæknafélags Íslands segir að reglurnar verði að skerpa í kjölfar umfjöllunar Stöðvar 2 um litla stúlku sem missti báðar framtennurnar í slysi en fær kostnað við aðgerðir ekki endurgreiddar þar sem Sjúkratryggingar Íslands telja slysið ekki nægilega alvarlegt. "Ég get ekki sagt annað en þetta sé alvarlegt slys. Spurningin er hins vegar hvernig alvarlegt slys er skilgreint. Það virðist vanta skilgreiningu á því hvað sé alvarlegt, að missa eina tönn, tvær eða fjórar," segir Sigurður Benediktsson formaður Tannlæknafélags Íslands. Unga stúlkan, sem er dóttir Helgu Völu Helgadóttur fjölmiðlakonu hefur gengið með góm með áföstum tönnum síðan en í ágúst er stefnt er að því að taka hluta af mjaðmabeini hennar og setja í góminn sem hefur rýrnað eftir slysið. Síðan mun hefjast langt og strangt ferli hjá tannlækni. Helga Vala sagðist í fréttum í gær vera misboðið. Hún segir kostnaðinn við tannlækningarnar hlaupa á milljónum. Hún og faðir stúlkunnar séu tilbúin að selja húsið sitt fyrir þeim kostnaði. Þeim þyki þó ósanngjarnt að Sjúkratryggingar Íslands telji slysið ekki nægilega alvarlegt til að taka þátt í að greiða aðgerðirnar, líkt og gert hefði verið ef barnið hefði dottið á nefið en ekki munninn. Sigurður Benediktsson segir að skerpa þurfi á reglugerðum, málið sé sorglegt. "Ég efast um að allir foreldrar eigi hús til að selja til að standa straum af svona kostnaði. Það er það sorglega." Steingrímur Ari Arason, forstjóri Sjúkratrygginga Íslands, segir brýnt að sambærileg mál fái sambærilega afgreiðslu á grundvelli settra reglna. Hann segir að í þessu máli sé lýsing móðurina önnur en komi fram í gögnum sem fagnefnd tannlækninga fór yfir. Berist viðbótargögn verði málið endurupptekið. Helga Vala Helgadóttir segir að aðstendur hafi ekki haft neinar forsendur til að vita að það gögn hafi vantað enda hafi stofnunin í engu leiðbeint þeim eins og lög gera ráð fyrir áður en ákvörðun var tekin. Innlent Mest lesið Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Trump Jr. á leið til Grænlands Erlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Innlent Má heita Amína en ekki Hó Innlent Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Innlent Eldur í bifreið og útihúsgögnum Innlent Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Innlent Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Innlent Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Erlent Fleiri fréttir Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Tár féllu þegar Bjarni sagði þingflokknum frá ákvörðun sinni Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð „Helsti valdamaður landsins í meira en áratug“ Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna Allir sem hafi íhugað formannsframboð hljóti að gera það í dag Jón Gunnarsson kemur inn við brotthvarf Bjarna Hildur áfram þingflokksformaður Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Fjögur mál til landskjörstjórnar vegna alþingiskosninganna Lárus bætist í hóp aðstoðarmanna ráðherra Grái herinn fær áheyrn í Strassborg Veður gæti haft áhrif á brennuhald Vigdís á allra vörum og nýtt námskeið kynnt til sögunnar Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Landskjörstjórn ætlar að skila í næstu viku Sjá meira
Formaður Tannlæknafélags Íslands segir að reglurnar verði að skerpa í kjölfar umfjöllunar Stöðvar 2 um litla stúlku sem missti báðar framtennurnar í slysi en fær kostnað við aðgerðir ekki endurgreiddar þar sem Sjúkratryggingar Íslands telja slysið ekki nægilega alvarlegt. "Ég get ekki sagt annað en þetta sé alvarlegt slys. Spurningin er hins vegar hvernig alvarlegt slys er skilgreint. Það virðist vanta skilgreiningu á því hvað sé alvarlegt, að missa eina tönn, tvær eða fjórar," segir Sigurður Benediktsson formaður Tannlæknafélags Íslands. Unga stúlkan, sem er dóttir Helgu Völu Helgadóttur fjölmiðlakonu hefur gengið með góm með áföstum tönnum síðan en í ágúst er stefnt er að því að taka hluta af mjaðmabeini hennar og setja í góminn sem hefur rýrnað eftir slysið. Síðan mun hefjast langt og strangt ferli hjá tannlækni. Helga Vala sagðist í fréttum í gær vera misboðið. Hún segir kostnaðinn við tannlækningarnar hlaupa á milljónum. Hún og faðir stúlkunnar séu tilbúin að selja húsið sitt fyrir þeim kostnaði. Þeim þyki þó ósanngjarnt að Sjúkratryggingar Íslands telji slysið ekki nægilega alvarlegt til að taka þátt í að greiða aðgerðirnar, líkt og gert hefði verið ef barnið hefði dottið á nefið en ekki munninn. Sigurður Benediktsson segir að skerpa þurfi á reglugerðum, málið sé sorglegt. "Ég efast um að allir foreldrar eigi hús til að selja til að standa straum af svona kostnaði. Það er það sorglega." Steingrímur Ari Arason, forstjóri Sjúkratrygginga Íslands, segir brýnt að sambærileg mál fái sambærilega afgreiðslu á grundvelli settra reglna. Hann segir að í þessu máli sé lýsing móðurina önnur en komi fram í gögnum sem fagnefnd tannlækninga fór yfir. Berist viðbótargögn verði málið endurupptekið. Helga Vala Helgadóttir segir að aðstendur hafi ekki haft neinar forsendur til að vita að það gögn hafi vantað enda hafi stofnunin í engu leiðbeint þeim eins og lög gera ráð fyrir áður en ákvörðun var tekin.
Innlent Mest lesið Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Trump Jr. á leið til Grænlands Erlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Innlent Má heita Amína en ekki Hó Innlent Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Innlent Eldur í bifreið og útihúsgögnum Innlent Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Innlent Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Innlent Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Erlent Fleiri fréttir Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Tár féllu þegar Bjarni sagði þingflokknum frá ákvörðun sinni Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð „Helsti valdamaður landsins í meira en áratug“ Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna Allir sem hafi íhugað formannsframboð hljóti að gera það í dag Jón Gunnarsson kemur inn við brotthvarf Bjarna Hildur áfram þingflokksformaður Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Fjögur mál til landskjörstjórnar vegna alþingiskosninganna Lárus bætist í hóp aðstoðarmanna ráðherra Grái herinn fær áheyrn í Strassborg Veður gæti haft áhrif á brennuhald Vigdís á allra vörum og nýtt námskeið kynnt til sögunnar Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Landskjörstjórn ætlar að skila í næstu viku Sjá meira