Sport

Viðræður um bardaga Valuev og Klitschko að sigla í strand?

Ómar Þorgeirsson skrifar
Nikolai Valuev.
Nikolai Valuev. Nordic photos/AFP

Risinn Nikolai Valuev er ekki alveg gleymdur þrátt fyrir að hafa misst WBA-þungavigtabeltið í hendur David Haye því umboðsmenn Rússans hafa verið í viðræðum við umboðsmenn WBC-þungavigtameistarans Vitali Klitschko um bardaga.

Talað var um að kapparnir myndu mætast 29. maí en nú virðist það ekki ætla að ganga eftir því umboðsmenn Valuev, með Don King í fremstu víglínu, eru ekki sáttir við þá peninga sem eru í boði fyrir bardagann.

Umboðsmenn Valuev vilja 4 milljónir bandaríkjadala eða um 500 milljónir íslenskra króna sem er um það bil tvöfalt hærri upphæð en sú sem umboðsmenn Klitschko eru tilbúnir að bjóða og þeir gætu því leitað einhvert annað ef málið leysist ekki.

„Við höfum þegar sagt þeim að þeir geti tekið þessu tilboði eða þá að við leitum bara eitthvað annað," sagði Shelly Finkel, talsmaður Klitschko, í viðtali við Bild.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×