Lífið

Hönnuður sakaður um vopnaburð

Sruli Recht er gefið að sök að hafa flutt inn ólögleg vopn en um er að ræða regnhlífar með hnúajárni í stað handfangs. Fréttablaðið/Vilhelm
Sruli Recht er gefið að sök að hafa flutt inn ólögleg vopn en um er að ræða regnhlífar með hnúajárni í stað handfangs. Fréttablaðið/Vilhelm
Aðalmeðferð í máli Ríkislögreglustjóra gegn ástralska hönnuðinum Sruli Recht fór fram í sal 202 í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Sruli er gefið að sök að hafa haft undir höndum vopn sem hann hafi ekki haft leyfi fyrir en um er að ræða regnhlífar með hnúajárni fyrir handfang. Leikhús fáranleikans, segir lögmaður Sruli, Vilhjálmur Hans Vilhjálmsson.

Að sögn Sruli voru hnúajárnin sérframleidd í Kína. Þegar hann hugðist vitja þeirra var hann stoppaður af tollinum og tilkynnt að hann þyrfti sérstakt leyfi fyrir framleiðslunni. „Þannig að ég varð mér úti um slíkt og fékk hnúajárnin.“ Vilhjálmur Hans bætir því við að Sruli hafi skrifað bréfið til Ríkislögreglustjóra á ensku en fengið svar á íslensku. „Og hann skilur ekki íslensku nema að takmörkuðu leyti,“ segir Vilhjálmur. Þegar regnhlífarnar voru hins vegar komnar upp mættu lögreglumenn á staðinn og gerðu þau upptæk, þar sem leyfi Sruli hljómaði bara upp á eitt hnúajárn, ekki fjögur. „Lögreglan sagði að þetta væri mér að kenna, ég hefði átt að lesa leyfisbréfið betur.“

Vilhjálmur segir hnúajárnin margfalt léttari en venjuleg hnúajárn, þeim fylgi því engin höggþyngd. „Það fylgir þeim því minni hætta en stafar af venjulegum hamri. Svo eru líka til verk þar sem hnúajárn eru notuð, svo sem blómapottar, kaffibollar og svona mætti lengi telja,“ segir Vilhjálmur.- fgg





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.