Viðskipti erlent

Met slegið á uppboði hjá Christie´s í London

Met var slegið hjá uppboðshúsinu Christie´s í London í gærkvöldi, en aldrei áður í sögu Christie´s hefur jafnmikð verið borgað samanlagt fyrir listaverk á einu uppboði áður.

Listaverkin seldust fyrir tæplega 153 milljónir punda á þessu kvöldi eða sem nemur um 29 milljarða króna.

Toppverðið fékkst fyrir eitt af verkum Picasso eða tæplega 35 milljónir punda. Hér er um að ræða verkið Portrait of Angel Fernandez de Soto sem Picasso málaði árið 1903 á hinu svokallaða bláa tímabili í sögu málarans. Verðið er nær tvöföld sú upphæð sem fyrri eigandi, Andrew Lloyd Webber stofnunin greiddi fyrir verkið árið 1995.

Alls voru 62 listaverk seld á þessu uppboði þeirra á meðal verk eftir Henry Matisse, Monet og Joan Miro. Verk Matisse, Nu la Chasie Lounge hafði ekki komið fyrir sjónir almennings síðan ári eftir að það var málið 1923. Það var slegið á 9 milljónir punda.

Í frétt um málið á CNN segir að athygli hafi vakið að þeir sem keyptu 10 dýrustu verkin á þessu uppboði óskuðu allir nafnleyndar.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×