Lífið

Stærsta könnunin spáir Íslandi líka áfram

Hera sló á létta strengi á blaðamannafundi um helgina.
Hera sló á létta strengi á blaðamannafundi um helgina.
Stærsta könnunin sem gerð er fyrir Eurovision hvert ár er hin svokallaða BigPoll hjá heimasíðunni esctoday.com. Á síðustu sjö árum hefur hún fimm sinnum giskað á rétt sigurlag. Í fyrra fór hún einnig rétt með 19 af þeim 20 löndum sem komust áfram úr undankeppninni.

Aldrei hafa fleiri tekið þátt í könnuninni en í ár eða rúmlega 55 þúsund manns. Í fyrri undankeppninni á morgun eru fjögur lög nánast örugg áfram samkvæmt könnuninni. Það eru Belgía, Grikkland, Slóvakía og Ísland. Enn er hægt að kjósa en vefurinn telur það öruggt að þessi fjögur lönd lendi í efstu sætunum og sagði því frá því í dag.

Tvö lönd eru nánast örugg í seinni undankeppninni og verða þau tilkynnt á miðvikudag. Hægt er að taka þátt í könnuninni hér á esctoday.com en lokaniðurstöður eru birtar klukkutíma fyrir hverja keppni, á morgun, fimmtudag og laugardag.

Fyrra búningarennsli fór annars fram í Osló áðan og gekk Heru og hennar fólki prýðilega. Þeir blaðamenn sem skrifa um rennslið eru á jákvæðum nótum gagnvart atriðinu og nokkuð vissir um að það komist áfram.

Hægt er að skoða myndband af æfingu Heru á föstudag hér.


Tengdar fréttir

Íslenska partíið í sendiráðinu – 12 stig!

Íslenska sendiráðið í Noregi hélt partí fyrir Eurovision-hópinn og gesti þeirra í vikunni. Á bloggsíðunni Eurovision Express, sem fylgist með öllu sem er að gerast í kringum keppnina, kemur fram að partíið hafi verið gríðarlega vel heppnað.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×