Schumacher bað Barrichello afsökunar 2. ágúst 2010 18:01 Schumacher rýnir í gögn á mótsstað í Búdapest á æfingu. Mynd: Getty Images Michael Schumacher baðst afsökunar á því að hafa brotið á Rubens Barrichello á brautinni í Búdapest. Hann reyndi varna framgöngu Barrichello á mikilli ferð á beinasta kafla brautarinnar og skapaðist hættuástand. Barrichello taldi atferli Schumacher brjálæði. Dómarar skoðuðu málið og dæmdu Schumacher brotlegan og hann fær tíu sæta refsingu í næsta móti sem er í Belgíu. Schumacher reyndi varna framgöngu Barrichello og þvingaði hann næstum út í vegg. Barrichello var mjög gagnrýninn á atferli Schumachers eftir keppnina, en Schumacher fannst í fyrstu ekkert athugavert við atvikið. En í frétt á autosport.com í dag er greint frá því að Schumacher hafi beðið afsökuna á vefsíðu sinni. "Í gær, rétt eftir keppnina þá var ég enn heitur eftir mótið, en eftir að hafa skoðað atvikið aftur með Rubens, þá verð ég að segja að dómararnir höfðu rétt fyrir sér. Atvikið var of harkalegt", skrifaði Schumacher. "Ég vildi gera honum erfitt fyrir og sýndi honum að ég vildi ekki hleypa honum framúr. Ég ætlaði ekki að leggja hann í hættu og finnst leitt ef honum finnst það. Það var ekki ætlun mín." Schumacher þarf að ræsa tíu sætum aftar í rásröði, en tíminn sem hann nær á Spa brautinni í Belgíu segir til um. Það var refsing dómara mótsins. Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti „Erfiðleikar utan vallar“ hafa styrkt spænsku stelpurnar Fótbolti Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Enski boltinn Valsmenn settu sex gegn Grindavík Íslenski boltinn „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Fótbolti Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Fótbolti Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Fleiri fréttir Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Michael Schumacher baðst afsökunar á því að hafa brotið á Rubens Barrichello á brautinni í Búdapest. Hann reyndi varna framgöngu Barrichello á mikilli ferð á beinasta kafla brautarinnar og skapaðist hættuástand. Barrichello taldi atferli Schumacher brjálæði. Dómarar skoðuðu málið og dæmdu Schumacher brotlegan og hann fær tíu sæta refsingu í næsta móti sem er í Belgíu. Schumacher reyndi varna framgöngu Barrichello og þvingaði hann næstum út í vegg. Barrichello var mjög gagnrýninn á atferli Schumachers eftir keppnina, en Schumacher fannst í fyrstu ekkert athugavert við atvikið. En í frétt á autosport.com í dag er greint frá því að Schumacher hafi beðið afsökuna á vefsíðu sinni. "Í gær, rétt eftir keppnina þá var ég enn heitur eftir mótið, en eftir að hafa skoðað atvikið aftur með Rubens, þá verð ég að segja að dómararnir höfðu rétt fyrir sér. Atvikið var of harkalegt", skrifaði Schumacher. "Ég vildi gera honum erfitt fyrir og sýndi honum að ég vildi ekki hleypa honum framúr. Ég ætlaði ekki að leggja hann í hættu og finnst leitt ef honum finnst það. Það var ekki ætlun mín." Schumacher þarf að ræsa tíu sætum aftar í rásröði, en tíminn sem hann nær á Spa brautinni í Belgíu segir til um. Það var refsing dómara mótsins.
Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti „Erfiðleikar utan vallar“ hafa styrkt spænsku stelpurnar Fótbolti Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Enski boltinn Valsmenn settu sex gegn Grindavík Íslenski boltinn „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Fótbolti Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Fótbolti Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Fleiri fréttir Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira