Tveir aðskildir menningarheimar Páll Baldvin Baldvinsson skrifar 3. júní 2010 06:30 Framundan er sjómannadagurinn og víða um land má sjá merki þess að heimamenn í sjávarþorpum landsins ætli sér að gera vertíðarlokin og sjómannadaginn að héraðshátíðadögum sem vara ekki í einn stakan dag heldur teygja sig inn í vikuna og þá með veraldlegri hætti en hinar fornu kristnu hátíðir sem eru árvissar, pálmasunnudagur, dymbilvika, páskar, uppstigningardagur og hvítasunna. Í hátíðahöldum sem í hönd fara í Hafnarfirði, Grindavík og Vestmannaeyjum er boðið upp á margs konar menningarviðburði þar sem heimamenn sýna sitt og kalla til staka gesti sem annars starfa á höfuðborgarsvæðinu. Helgin kringum sjómannadaginn er opnun á viðamiklu og víðtæku menningarstarfi sem blómstrar fram yfir töðugjöld um allt land. Sumarhátíðirnar eru sívaxandi kraftur sem fer um allt þjóðlífið yfir björtustu mánuðina og kalla til heimamenn og gesti frá öllum landshlutum. Um leið og hver maður hlýtur að fagna samkomuhaldi þar sem kynslóðir blanda geði og smærri byggðir sýna styrk sinn, metnað og ríkan menningarvilja vaknar sú spurning við lestur dagskrár sumarsins að í menningarlegu tilliti búi tvær þjóðir í landinu. Hin menntaða stétt borgarbúa sem hefur sína Listahátíð vor hvert, leikhúsin sín og tónleikahald hér við Faxaflóann - og svo allir hinir. Lýðræðisleg krafa allra landsmanna hefur um langan aldur stoppað við atkvæðisrétt sem er misskipt milli landsvæða, oft með þeirri röksemd að lífsins gæðum sé svo misskipt milli landshluta að landið utan fjölbýlis Faxaflóans verði að hafa forgjöf. Kerfi þingkjörinna er í raun byggt upp þannig að lýðréttindum hér er misskipt. En á sama máta er lýðréttindum þeirra sem búa utan borgarsvæðisins við flóann brugðið: Sinfónían sækir ekki Snæfellsnes eða Vopnafjörð heim að staðaldri, Þjóðleikhúsið starfar einungis fyrir þá sem geta sótt það heim á Hverfisgötu, Fáskrúðsfjörður og Hólmavík eru ekki fastir sýningarstaðir á komandi hausti, hvorki fyrir Gerplu né Íslandsklukkuna, Íslenski dansflokkurinn fer frekar til meginlandsins en í Miðgarð. „Peningaástæður sör". Ríkisútvarpsstjórinn hefur engan hug á að nota sína þekkingu og alkunnan smekk til að bera heim í stofu Eyjamanna myndrit af tónleikum ríkisstyrktra hópa fyrir utan Júróvisiongrúppuna árlegu samkvæmt trúarsetningunni: Það er ekki eitthvað sem fólkið vill. Opinberir starfsmenn komast upp með það ár og síð, áratug eftir áratug, að þverbrjóta lagalegar skyldur þeirra stofnana sem þeir veita forstöðu þegar fleygur er rekinn milli borgríkisins við Faxaflóann og hinna dreifðu byggða. Það er pólitísk stefna. Og því dundar restin af þjóðinni sem ekki er á hinum opinberu boðslistum sér við aðra menningu, sína menningu, menningu sjómannadagsins af litlum efnum en góðum vilja og fær oft spott fyrir hjá fína pakkinu í Reykjavík. En allur þorri manna er aftur ekki of góður að skella sér í bíl þegar sumarið er komið og njóta samvista við hina menninguna sem í landinu þrífst - þótt ekki séu gylltir á henni kantarnir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Páll Baldvin Baldvinsson Mest lesið Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Rétt tímasetning skiptir öllu máli Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sjálfræðissvipting þjóðar Ægir Örn Arnarson Skoðun Emma Lazarus og Frelsisstyttan Atli Harðarson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Viðhorf Leifur Helgi Konráðsson Skoðun Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun
Framundan er sjómannadagurinn og víða um land má sjá merki þess að heimamenn í sjávarþorpum landsins ætli sér að gera vertíðarlokin og sjómannadaginn að héraðshátíðadögum sem vara ekki í einn stakan dag heldur teygja sig inn í vikuna og þá með veraldlegri hætti en hinar fornu kristnu hátíðir sem eru árvissar, pálmasunnudagur, dymbilvika, páskar, uppstigningardagur og hvítasunna. Í hátíðahöldum sem í hönd fara í Hafnarfirði, Grindavík og Vestmannaeyjum er boðið upp á margs konar menningarviðburði þar sem heimamenn sýna sitt og kalla til staka gesti sem annars starfa á höfuðborgarsvæðinu. Helgin kringum sjómannadaginn er opnun á viðamiklu og víðtæku menningarstarfi sem blómstrar fram yfir töðugjöld um allt land. Sumarhátíðirnar eru sívaxandi kraftur sem fer um allt þjóðlífið yfir björtustu mánuðina og kalla til heimamenn og gesti frá öllum landshlutum. Um leið og hver maður hlýtur að fagna samkomuhaldi þar sem kynslóðir blanda geði og smærri byggðir sýna styrk sinn, metnað og ríkan menningarvilja vaknar sú spurning við lestur dagskrár sumarsins að í menningarlegu tilliti búi tvær þjóðir í landinu. Hin menntaða stétt borgarbúa sem hefur sína Listahátíð vor hvert, leikhúsin sín og tónleikahald hér við Faxaflóann - og svo allir hinir. Lýðræðisleg krafa allra landsmanna hefur um langan aldur stoppað við atkvæðisrétt sem er misskipt milli landsvæða, oft með þeirri röksemd að lífsins gæðum sé svo misskipt milli landshluta að landið utan fjölbýlis Faxaflóans verði að hafa forgjöf. Kerfi þingkjörinna er í raun byggt upp þannig að lýðréttindum hér er misskipt. En á sama máta er lýðréttindum þeirra sem búa utan borgarsvæðisins við flóann brugðið: Sinfónían sækir ekki Snæfellsnes eða Vopnafjörð heim að staðaldri, Þjóðleikhúsið starfar einungis fyrir þá sem geta sótt það heim á Hverfisgötu, Fáskrúðsfjörður og Hólmavík eru ekki fastir sýningarstaðir á komandi hausti, hvorki fyrir Gerplu né Íslandsklukkuna, Íslenski dansflokkurinn fer frekar til meginlandsins en í Miðgarð. „Peningaástæður sör". Ríkisútvarpsstjórinn hefur engan hug á að nota sína þekkingu og alkunnan smekk til að bera heim í stofu Eyjamanna myndrit af tónleikum ríkisstyrktra hópa fyrir utan Júróvisiongrúppuna árlegu samkvæmt trúarsetningunni: Það er ekki eitthvað sem fólkið vill. Opinberir starfsmenn komast upp með það ár og síð, áratug eftir áratug, að þverbrjóta lagalegar skyldur þeirra stofnana sem þeir veita forstöðu þegar fleygur er rekinn milli borgríkisins við Faxaflóann og hinna dreifðu byggða. Það er pólitísk stefna. Og því dundar restin af þjóðinni sem ekki er á hinum opinberu boðslistum sér við aðra menningu, sína menningu, menningu sjómannadagsins af litlum efnum en góðum vilja og fær oft spott fyrir hjá fína pakkinu í Reykjavík. En allur þorri manna er aftur ekki of góður að skella sér í bíl þegar sumarið er komið og njóta samvista við hina menninguna sem í landinu þrífst - þótt ekki séu gylltir á henni kantarnir.
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun