Lífið

Annað barn á leiðinni

Penny Lancaster og Rod Stewart. MYND/Cover Media
Penny Lancaster og Rod Stewart. MYND/Cover Media

65 ára rokkarinn Rod Stewart og eiginkona hans, Penny Lancaster, 39 ára, eiga von á öðru barni.

Penny á von á sér í mars á næsta ári en hjónin, sem eiga saman soninn Alastair, 4 ára, eru í skýjunum þessa dagana.

„Við vorum svo þakklát og glöð að fá að tilkynna Alastair að hann er um það bil að verða stóri bróðir. Systkinið hans er væntanlegt í heiminn rétt áður en mamma hans verður fertug," stóð í fréttatilkynningu sem hjónin sendu frá sér.

Rod og Penny giftu sig í Portofino á Ítalíu árið 2007. Ekki var gefið upp hvort Penny gengur með stúlku eða dreng.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.