Lífið

Besta mynd Ferrell síðan Anchorman

Will Ferrell væri í slæmum málum ef The Other Guys hefði gengið illa.
Will Ferrell væri í slæmum málum ef The Other Guys hefði gengið illa.

Nýjasta mynd Will Ferrell, gamanmyndin The Other Guys, var frumysýnd um helgina og fór beint á topp lista yfir aðsóknarmestu myndirnar vestanhafs.

Samkvæmt vefsíðunni Deadline.com er talað um í Hollywood að ef myndin hefði floppað væri Ferrell í slæmum málum. Honum hefur ekki gengið sérstaklega vel upp á síðkastið og myndin Land of the Lost fór illa með hann.

The Other Guys fjallar um tvær misheppnaðar löggur leiknar af Ferrell og hörkutólinu Mark Wahlberg. Hún fær góða dóma og sumir gagnrýnendur tala um að myndin sé sú besta sem Ferrell hefur leikið í síðan hann sló í gegn í hinni frábæru Anchorman.

Við þurfum því miður að bíða eftir myndinni hér á Íslandi, en hún verður frumsýnd 17. september.

Hér má sjá sýnishorn úr The Other Guys.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.