Lífið

Angelina er algjörlega óttalaus

Angelina Jolie. MYND/Cover Media
Angelina Jolie. MYND/Cover Media

Angelina Jolie er ennþá sama konan og ég kynntist fyrir tíu árum," sagði Phillip Noyce leikstjóri kvikmyndarinnar Salt sem verður frumsýnd hér á landi á miðvikudaginn þegar hann kynnti myndina í Syndey í Ástralíu.

Phillip kynntis Angelinu árið 1999 þegar hann leikstýrði henni og leikaranum Denzel Washington í spennumyndinni The Bone Collector.

Phillip leikstýrði Angelinu í annað sinn fyrir spennumyndina Salt og var ekki fyrir vonbrigðum með hana en Philip óttaðist að frægðarsólin hefði breytt Angelinu. Það kom honum skemmtilega á óvart að svo var ekki. Angelina var sama konan og fyrir tíu árum, jarðtengd og yfirveguð.

„Upptökuverið var umkringt ljósmyndurum allan tímann. Þeir klifruðu upp á byggingarnar í kring og trén til að ná af henni myndum. Þegar Angelina gekk inn á settið var eins og að hitta sömu konu og fyrir tíu árum. Sama hvað áreitið var mikið fyrir utan upptökuverið þá lét hún það ekki hafa áhrif á sig. Hún var mjög fókuseruð á vinnuna allan tímann," sagði Philip.

„Hún er ennþá algjörlega óttalaus og mjög kraftmikil kona og þess vegna var hreinn unaður að vinna með henni."

Einnig minntist leikstjórinn á samkomulagið sem ríkir milli hennar og unnusta hennar, Brad, þegar kemur að börnum þeirra sex samhliða vinnunni. Brad kom oft og iðulega á upptökustað og hitti Angelinu með börnin.

„Angelina og Brad hafa gert með sér samkomulag um að þegar hún vinnur þá sér hann um börnin og öfugt," sagði Philip.

„Þau leigðu hús nálægt upptökustað og börnin voru oftast þar en stundum komu þau við og fylgdust með mömmu sinni í vinnunni. En ég tek það fram að atriðin í myndinni eru alls ekki við þeirra hæfi fyrr en eftir nokkur ár," sagði leikstjórinn.

Salt á midi.is.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.