Lífið

Bangsi vill komast heim

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Þessi krúttlegi litli bangsi er nú í góðu yfirlæti á skrifstofu Samtakanna '78. Hann er víst farinn að sakna eiganda síns og þætti vænt um að komast aftur í heim, eftir því sem fram kemur í tilkynningu frá Samtökunum 78. Líklegt er að einhver ástríkur eigandi hafi tekið hann með sér í hátíðarhöld helgarinnar en gleymt honum.

Samtökin 78 benda þeim sem geta aðstoðað bangsann í leitinni eiganda sínum að hringja á skrifstofu Samtakanna '78 í síma 552-7878 eða sent tölvupóst á skrifstofa@samtokin78.is






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.