Lífið

Kynlíf eyðileggur vináttuna

Drew Barrymore. MYND/Cover Media
Drew Barrymore. MYND/Cover Media

Leikkonan Drew Barrymore, 35 ára, deyr ekki ráðalaus þegar hún þarf að vera lengi í burtu frá elskhugum sínum. Hún er sátt ef hún fær að hafa lykt þeirra með sér.

Drew heldur því fram að hún sé á lausu í dag en sagan segir að hún er aftur byrjuð með fyrrverandi kærastanum sínum, leikaranum Justin Long.

„Ástin lyktar vel og þegar ég verð ástfangin er lyktin mjög mikilvæg," sagði Drew.

„Ef ég neyðist til að yfirgefa þann sem á hjarta mitt þá stundina bið ég hann að klæðast bol í fimm daga án þess að þvo hann og síðan tek ég bolinn og lyktina með mér."

Leikkonan heldur því fram að kynlíf eyðileggi góð vináttusambönd.

„Nákvæmlega sömu mínútu og þú stundar „óvart" kynlíf með góðum vini breytist allt. Ekki segja mér að það hafi ekki hent þig? Vináttan hverfur samstundis og kynlíf flækist inn í sambandið," sagði Drew.

Leikkonan segist ennþá halda vinskapinn við bareigandann Jeremy Thomas og leikarann Tom Green en hún var gift þeim hérna áður fyrr.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.