Lífið

Kærastinn vill hold og mýkri línur

Geri Halliwell. MYND/Cover Media
Geri Halliwell. MYND/Cover Media

Söngkonan Geri Halliwell, 37 ára, leggur sig fram við að slaka á þegar kemur að stífum æfingum og hollu mataræði.

Söngkona hefur átt í erfiðleikum með líkamsþyngdina þegar hún tókst á við ástarsambönd sem gengu ekki upp. Geri annað hvort léttist gríðarlega eða blés út að eigin sögn þegar henni leið illa tilfinningalega.

Í dag er Geri í kjólastærð númer 6 en kærastanum hennar, Henry Beckwith, er ekkert sérstaklega vel við umrædda stærð. Hann vill mýkri línur og meira hold utan á kryddpíuna sína.

„Hún hefur áttað sig á því að það að vera grindhoruð er ekki endilega málið. Allavegana ekki í augum Henry, sem þráir að hún bæti örlítið meira á sig. Hann segir Geri allt of horaða," er haft eftir nánum vini parsins í breska tímaritinu Closer.

Geri er þekkt fyrir aga þegar kemur að hreyfingu og hollu mataræði. Hún mætir í jóga nánast daglega, skokkar á hverjum degi langar velgalengdir en hefur loksins ákveðið að slaka aðeins á í mataræðinu til að fá mýkri línur.

„Geri veit að núna er komið að því að slaka á í öfgunum," sagði vinurinn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.