Viðskipti erlent

Tveir horfa hýru auga til Manchester

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Það eru miklir kærleikar í Manchester liðinu. Mynd/ AFP.
Það eru miklir kærleikar í Manchester liðinu. Mynd/ AFP.
Tveir hópar fjárfesta horfa hýru auga til enska knattspyrnufélagsins Manchester United. Áður hefur verið sagt frá áhuga Rauðu riddarann á því að kaupa félagið en nú lítur út fyrir að þeir hafi fengið samkeppni.

Talið er að hið óþekkta félag hafi verið að undirbúa tilboð fyrir 1,2 milljarða sterlingspunda, 230 milljarða króna, áður en Rauðu riddararnir tilkynntu að þeir hefðu áhuga á því að ná samkomulagi við Glazer fjölskylduna sem á knattspyrnufélagið.

Eins og fram hefur komið hafa forsvarsmenn Rauðu riddaranna safnað 1,5 milljarði sterlingspunda til þess að kaupa United. Hins vegar fullyrðir Glazer fjölskyldan ennþá að hún ætli ekki að selja.

Daily Telegraph greindi frá.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×