Button segir McLaren taka framförum 13. apríl 2010 12:23 Lewis Hamilton og Jenson Button voru aftarlega á ráslínu í síðustu keppni, en sýndu góða takta í mótinu. Mynd: Getty Images Jenson Button segir að liðinu hafi tekist að bæta McLaren bílinn fyrir næsta mót sem er í Kína um helgina. Hann flaug frá Malasíu í síðustu viku til Englands til að vinna að þróun bílsins í ökuhermi með tæknimönnum sínum. Button segist vonast eftir þurru veðri á Sjanghæ brautinni í Kína um helgina, en hann varð í þriðja sæti í mótinu á síðasta ári á eftir Sebastian Vettel og Mark Webber hjá Red Bull. "Ég nýt þess að keyra brautina, sem er dæmigerð nútímabraut og með blöndu af köflum sem krefjast nákvæmni og tæknilegrar útsjónarsemi, bæði hröðum beygjum og löngum beinum köflum. Þetta er ökumannsbraut og hentar vel uppsettum keppnisbíl. Ég held að við höfum náð framförum hvað það atriði varðar", sagði Button sem lagði á sig 13.000 mílna ferðalag til og frá Asíu til að vinna í ökuherminum með McLaren. "Ég varði degi í tæknisetri McLaren til að sjá hvað við gætum gert betur með tillliti til mótsins í Sjanghæ. Ég tel að ég hafi öðlast betri skilning á keppnisbílnum og við vitum núna hvernig á að fínstilla bílinn hvað jafnvægið varðar. Líka hvernig á að stilla honum upp um helgina. Í heildina erum við að taka framförum, sem er alltaf jákvætt", sagði Button. Mest lesið „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Enski boltinn Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar Golf Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti Fótbolti „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ Formúla 1 Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Fótbolti Ánægður með fullkomna fyrirliðann en segir hann þurfa að treysta samherjunum Fótbolti Róbert aðstoðar Ágúst á Hlíðarenda Handbolti Fimm skíðastökkvarar í bann eftir saumaskandalinn Sport Svona líta öll átta liða úrslitin í Evrópu út Fótbolti Fleiri fréttir „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
Jenson Button segir að liðinu hafi tekist að bæta McLaren bílinn fyrir næsta mót sem er í Kína um helgina. Hann flaug frá Malasíu í síðustu viku til Englands til að vinna að þróun bílsins í ökuhermi með tæknimönnum sínum. Button segist vonast eftir þurru veðri á Sjanghæ brautinni í Kína um helgina, en hann varð í þriðja sæti í mótinu á síðasta ári á eftir Sebastian Vettel og Mark Webber hjá Red Bull. "Ég nýt þess að keyra brautina, sem er dæmigerð nútímabraut og með blöndu af köflum sem krefjast nákvæmni og tæknilegrar útsjónarsemi, bæði hröðum beygjum og löngum beinum köflum. Þetta er ökumannsbraut og hentar vel uppsettum keppnisbíl. Ég held að við höfum náð framförum hvað það atriði varðar", sagði Button sem lagði á sig 13.000 mílna ferðalag til og frá Asíu til að vinna í ökuherminum með McLaren. "Ég varði degi í tæknisetri McLaren til að sjá hvað við gætum gert betur með tillliti til mótsins í Sjanghæ. Ég tel að ég hafi öðlast betri skilning á keppnisbílnum og við vitum núna hvernig á að fínstilla bílinn hvað jafnvægið varðar. Líka hvernig á að stilla honum upp um helgina. Í heildina erum við að taka framförum, sem er alltaf jákvætt", sagði Button.
Mest lesið „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Enski boltinn Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar Golf Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti Fótbolti „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ Formúla 1 Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Fótbolti Ánægður með fullkomna fyrirliðann en segir hann þurfa að treysta samherjunum Fótbolti Róbert aðstoðar Ágúst á Hlíðarenda Handbolti Fimm skíðastökkvarar í bann eftir saumaskandalinn Sport Svona líta öll átta liða úrslitin í Evrópu út Fótbolti Fleiri fréttir „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira