Lífið

Söngleikur um klámleikkonu

Lovelace lék í klámmyndinni umdeildu Deep Throat sem kom út árið 1972.
Lovelace lék í klámmyndinni umdeildu Deep Throat sem kom út árið 1972.
„Hann er ekkert klámfenginn eða neitt svoleiðis, segir Óskar Eiríksson, leikhúsframleiðandi.

Söngleikur byggður á ævi Lindu Lovelace, aðalleikkonu klámmyndarinnar umdeildu Deep Throat, var frumsýndur á stærstu leikhúshátíð í heimi, Edinborg Fringe Festival, í gær. Óskar er maðurinn á bak við söngleikinn ásamt samstarfsaðilum frá Los Angeles.

Hann segir söngleikinn ekki vera grófan. „Þetta er meira um líf hennar. Maður á kannski ekki að fara með tólf eða fjórtán ára krakka á hann en kannski sextán ára og upp úr. Þetta er ekki gert til að hneyksla áhorfendur, ekki nema að því leyti hversu hræðilegt líf hennar var.“

Lovelace, sem lést árið 2002, hélt því fram að fyrsti eiginmaður hennar hefði þvingað hana til að leika í myndinni. Eftir að hafa leikið í henni barðist hún ötullega gegn klámi og hélt fyrirlestra víða.

Söngleikurinn var fyrst sýndur í Los Angeles í janúar í fyrra og gekk í hálft ár við góðar undirtektir. Hann fékk sautján tilnefningar til hinna ýmsu verðlauna og hreppti sjö. „Það var ákveðið að Edinborg yrði næsta skref til að sjá hver viðbrögðin yrðu. Aðalástæðan var að kynna þetta fyrir Evrópu til að sjá hvort það væri áhugi fyrir þessu.“

Eingöngu bandarískir leikarar taka þátt í söngleiknum, sem verður sýndur í fjórar vikur, sjö sinnum í viku. Þess má geta að kvikmynd er í bígerð um ævi Lovelace og mun Lindsay Lohan leika aðalhlutverkið. „Ég held að sú sýning hafi sprottið út frá söngleiknum,“ segir Óskar. -fb





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.