Lífið

Spice Girls ætla í tónleikaferð en Posh vill ekki vera með

Kryddpíurnar fóru síðast í tónleikaferð árið 2007.
Kryddpíurnar fóru síðast í tónleikaferð árið 2007.
Stelpurnar í Spice Girls, Kryddpíurnar, eru þessa dagana að leggja línurnar fyrir endurkomu hljómsveitarinnar. Innanbúðarfólk segir þær alveg í skýjunum yfir þessu og fullar af nýjum hugmyndum.

En Victoria Beckham, Posh Spice eða Fína kryddið, sér ekki fram á að taka þátt í þessu nýja kryddævintýri. Ástæðan er gott gengi í tískubransanum. Hún vill einbeita sér að fatalínum sínum og ekki dreifa athyglinni út í tónlistina.

Hinar hafa setið á sér hingað til og reynt án afláts að telja henni hughvarf. Nú eru þær aftur á móti byrjaðar að setja sig í stellingar um að keyra af stað í tónleikaferð án Posh, enda græða þær væntanlega heilan helling ef hún heppnast vel.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.