Sport

Björgvin verður fánaberi á opnunarhátíð EM í kvöld

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Björgvin Víkingsson, grindarhlaupari úr FH.
Björgvin Víkingsson, grindarhlaupari úr FH. Mynd/Anton
Evrópumeistaramótið í frjálsum íþróttum fer fram í Barcelona næstu fimm daga og verður mótið sett í kvöld. Ísland sendir sex keppendur á mótið að þessu sinni og einn þeirra, Björgvin Víkingsson, grindarhlaupari úr FH, verður fánaberi Íslands á opnunarhátíðinni í kvöld.

Tveir íslenskir keppendur hefja keppni á morgun, það eru þær Kristín Birna Ólafsdóttir sem keppir í 400 metra hlaupi í fyrramálið (klukkan 8.00 að íslenskum tíma), og Ásdís Hjálmsdóttir mun kasta spjótinu seinnipartinn á morgun (er í b-riðli sem hefur klukkan 18.30 að íslenskum tíma).

Auk þeirra munu Helga Margrét Þorsteinsdóttir (sjöþraut), Þorsteinn Ingvarsson (langstökk og Óðinn Björn Þorsteinsson (kúluvarp) og Björgvin Víkingsson (400 metra grindarhlaup) taka þátt í Evrópumeistaramótinu í ár.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×