Sport

Andspyrnulandsliðið fékk skell á móti Dönum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Íslenska landsliðið í andspyrnu.
Íslenska landsliðið í andspyrnu.
Íslenska landsliðið í andspyrnu, eða áströlskum fótbolta, spilar þessa dagana á fyrsta Evrópumeistaramótinu sem haldið er í íþróttinni. Keppnin er haldin í Kaupmannahöfn og Malmö dagana 1.- 7. ágúst.

Íslenska liðið spilaði í gær sinn fyrsta leik á mótinu á móti Dönum sem almennt eru taldir með sterkustu liðunum í Evrópu. Danir unnu að lokum 130-13 en í fréttatilkynningu frá liðinu kemur fram að þrátt fyrir mikinn stigamun kom íslenska liðið verulega á óvart og veitti dönunum harða keppni.

Íslenska liðið skoraði meðal annars fyrsta mark leiksins sem kom dönunum í opna skjöldu. Íslenska liðinu var ákaft fagnað að leik loknum, enda þykir það mikið afrek að hafa náð þeim árangri sem náðst hefur á Íslandi á því rúma ári sem íþróttin hefur verið stunduð í landinu. Næsti leikur liðsins er á móti Bretum á þriðjudaginn kl. 17.

Friðgeir Torfi Ásgeirsson og Páll Tómas Finnsson skoruðu mörk Íslands á móti Dönum og Viðar Valdimarsson skoraði "behind" (mörk gefa 6 stig en "behinds" gefa 1 stig).




Fleiri fréttir

Sjá meira


×